Fótbolti

Strákarnir töpuðu gegn Eistlandi þrátt fyrir mark FH-ingsins

Sindri Sverrisson skrifar
William  Cole Campbell skoraði fyrir Ísland í dag.
William  Cole Campbell skoraði fyrir Ísland í dag.

Ísland þarf á sigri að halda gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn til að geta komist áfram á næsta stig undankeppni Evrópumóts U17-landsliða í fótbolta karla.

Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Georgíu á föstudaginn og tapaði svo 2-1 fyrir Eistlandi í dag, en allir leikirnir fara fram í Ungverjalandi. Ungverjar unnu Eistlendinga 3-0 en töpuðu í dag fyrir Georgíu, 1-0.

Georgía er því efst í riðlinum með 4 stig, Eistland og Ungverjaland eru með 3 stig hvort en Ísland 1. Efstu tvö liðin komast áfram á næsta stig en liðið í 3. sæti á einnig möguleika á því, svo Ísland á von með sigri gegn Ungverjalandi.

FH-ingurinn William Cole Campbell kom Íslandi í 1-0 gegn Eistlandi í dag, á tíundu mínútu, en Eistland jafnaði rétt fyrir hálfleik og skoraði sigurmark sitt í byrjun seinni hálfleiks.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.