Biðtími krabbameinssjúklinga lengist Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2021 20:01 Anna Margrét Bjarnadóttir er formaður Brakkasamtakanna. stöð2 Formaður Brakkasamtakanna segir Ísland hafa dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar komi að skimun fyrir krabbameini. Þá hafi biðtími eftir fyrsta viðtali skurðlæknis eftir krabbameinsgreiningu lengst. Formaðurinn vill að ferlar verði einfaldaðir í heilbrigðiskerfinu. BRCA er brjóstkrabbameinsgen sem getur verið af tegundinni BRCA1 og BRCA2 en þær eru meinvaldandi stökkbreytingar. Í gær fjölluðum við um ljósmyndasýninguna: Of ung fyrir krabbamein? sem meðal annars er sett upp til þess að vekja athygli á því að endurskoða þurfi framkvæmd eftirlits hjá þeim sem bera meinvaldandi stökkbreytingu og þá sérstaklega ungu fólki. „Því miður eru tölur sem sýna fram á að síðastliðin ár er biðtími að lengjast frá því að þú greinist með krabbamein og þar til þú færð fyrsta viðtal hjá skurðlækni. Einnig er áhyggjuefni að við höfum dregist aftur úr varðandi skimun og eftirlit og erum komin langt niður fyrir Norðurlöndin varðandi þátttöku í skimun,“ sagði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna. Hún segir að þeir sem leiti til brakkasamtakanna hafi kvartað undan flóknum ferlum í kerfinu. Mikilvægt sé að einfalda kerfið og þá ferla sem fara í gang þegar einstaklingur greinist með krabbamein eða meinvaldandi stökkbreytingu. „Bæði varðandi hvert þú ferð í eftirlit og ef þú finnur hnút sjálfur við sjálfsskoðun, að þú vitir hvert þú átt að hringja og biðtími sé alls ekki langur að komast að.“ Árið 2018 var vefurinn arfgerð.is opnaður en hann er á vegum íslenskrar erfðagreiningar. Þar getur fólk óskað eftir upplýsingum um hvort það beri BRCA2 -stökkbreytingar sem auka verulega líkur á arfgengu krabbameini. Anna Margrét segir að eftir að vefurinn var opnaður hafi margir leitað til erfðaráðgjafar Landspítalans sem sé mjög jákvætt. Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga aða arfgerð.is veiti eingöngu upplýsingar um BRCA 2 en ekki BRCA 1. „Ég hef fengið til mín konur sem hafa fengið neikvæða niðurstöðu þar og Halda jafnvel að þær séu ekki með hááhættu og ekki arfberi en þá er það önnur erfðabreyting sem gerði það að verkum að þú ert með krabbamein.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. 23. október 2021 20:04 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
BRCA er brjóstkrabbameinsgen sem getur verið af tegundinni BRCA1 og BRCA2 en þær eru meinvaldandi stökkbreytingar. Í gær fjölluðum við um ljósmyndasýninguna: Of ung fyrir krabbamein? sem meðal annars er sett upp til þess að vekja athygli á því að endurskoða þurfi framkvæmd eftirlits hjá þeim sem bera meinvaldandi stökkbreytingu og þá sérstaklega ungu fólki. „Því miður eru tölur sem sýna fram á að síðastliðin ár er biðtími að lengjast frá því að þú greinist með krabbamein og þar til þú færð fyrsta viðtal hjá skurðlækni. Einnig er áhyggjuefni að við höfum dregist aftur úr varðandi skimun og eftirlit og erum komin langt niður fyrir Norðurlöndin varðandi þátttöku í skimun,“ sagði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna. Hún segir að þeir sem leiti til brakkasamtakanna hafi kvartað undan flóknum ferlum í kerfinu. Mikilvægt sé að einfalda kerfið og þá ferla sem fara í gang þegar einstaklingur greinist með krabbamein eða meinvaldandi stökkbreytingu. „Bæði varðandi hvert þú ferð í eftirlit og ef þú finnur hnút sjálfur við sjálfsskoðun, að þú vitir hvert þú átt að hringja og biðtími sé alls ekki langur að komast að.“ Árið 2018 var vefurinn arfgerð.is opnaður en hann er á vegum íslenskrar erfðagreiningar. Þar getur fólk óskað eftir upplýsingum um hvort það beri BRCA2 -stökkbreytingar sem auka verulega líkur á arfgengu krabbameini. Anna Margrét segir að eftir að vefurinn var opnaður hafi margir leitað til erfðaráðgjafar Landspítalans sem sé mjög jákvætt. Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga aða arfgerð.is veiti eingöngu upplýsingar um BRCA 2 en ekki BRCA 1. „Ég hef fengið til mín konur sem hafa fengið neikvæða niðurstöðu þar og Halda jafnvel að þær séu ekki með hááhættu og ekki arfberi en þá er það önnur erfðabreyting sem gerði það að verkum að þú ert með krabbamein.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. 23. október 2021 20:04 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. 23. október 2021 20:04