Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2021 19:00 Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41
Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18