Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2021 19:00 Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41
Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18