Erlent

Sex­tán látin eftir sprengingu í púður­verk­smiðju

Þorgils Jónsson skrifar
Sprenging varð sextán að bana í púðurverksmiðju nálægt Moskvu í morgun.
Sprenging varð sextán að bana í púðurverksmiðju nálægt Moskvu í morgun.

Sextán eru látin eftir sprengingu í verksmiðju í Ryazan héraði, sunnan við Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. 

Einn særðist og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Fréttastofa AP hefur eftir stjórnvöldum þar í landi að sprengingin sé rekin til ótilgreindra mistaka í framleiðsluferli, en Elastik verksmiðjan framleiðir byssupúður.

170 viðbragðsaðilar og 50 farartæki væru á staðnum til að berjast við eldsvoðann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×