Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2021 21:55 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi, er á breytingaskeiðinu og fræðir aðrar konur um þetta tímabil í gegnum síðuna Kvennaráð. Stöð 2 „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. „Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is) Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
„Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is)
Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00
Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01