Innlent

Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun.
Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Egill Aðalsteinsson

Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem.

Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú staðfest að norrænir víkingar hafi búið í L'Anse aux Meadows árið 1021, 471 ári áður en Kólumbus átti að hafa fundið Ameríku.

Lengi hefur legið fyrir að víkingar hafi fundið Norður-Ameríku en með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þeim tíma er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal.

Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, vísar til þess að trén sem um ræðir hafi verið felld árið þetta ár með járnáhaldi sem sýni að það voru ekki innfæddir þar að verki heldur norrænt fólk frá Íslandi eða Grænlandi.

„Sú tímasetning fellur ágætlega að tilraunum Ólafs Halldórssonar, okkar fræðimanns hjá Árnastofnun, við að tímasetja atburðina sem sagt er frá í Vínlandssögunum. Hann ályktaði að ferðir Guðríðar og karlefnis hafi verið farnar sennilega á árunum 1020 til 1030,“ segir Gísli og vísar þar til landkönnuðanna Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlefnis Þórðarsonar.

„Þetta í rauninni, eins og margt annað, staðfestir að sögurnar okkar eru svona á réttu róli með margt af því sem fólk man þar eftir úr fortíðinni,“ segir Gísli enn fremur.

Uppgrefti á sjöunda áratug seinustu aldar benti til að norrænt fólk hafi verið á svæðinu á bilinu 980 til 1020 og því er hið staðfesta ártal seinna en flestir hafa haldið hingað til. Að sögn Gísla breytir það þó ekki miklu um tilgátur fræðimanna.

„Það er alltaf gaman að vita nákvæmlega það sem við höfðum hugmynd um að væri nokkurn veginn á þessu árabili, þannig það kemur okkur ekki á óvart en þetta svona staðfestir að þessar ferðir hafi staðið lengur yfir en við vorum viss um hingað til,“ segir Gísli.


Tengdar fréttir

„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar

Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.