Lífið

Búningarnir geta kostað jafn mikið og bílar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingileif kynnti sér Furries samfélagið á Íslandi í síðasta þætti af Afbrigði.
Ingileif kynnti sér Furries samfélagið á Íslandi í síðasta þætti af Afbrigði.

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í síðasta þætti kynnti Ingileif sér Furries samfélagið á Íslandi. Til er hópur áhugamanna um Furries hér á landi.

Furries er fólk sem vill ímynda sér sig eða aðra sem dýrategund á fótum. Dýr sem hafa í raun mennska eiginleika. Um fimmtíu manns eru í áhugahópnum hér á landi.

En búningarnir eru mikilvægir þegar kemur að þessu áhugamáli og geta það heldur betur verið dýrir og kostað mörg hundruð þúsund og jafnvel meira. Svipað og nokkuð sæmilegur bíll.

Hér að neðan má sjá umræðuna um búningana úr þættinum í gærkvöldi.

Klippa: Búningarnir geta kostað jafn mikið og bílar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×