Frá vettvangi árekstursins upp úr klukkan 16 í dag.Aðsend
Malbikun hefur staðið yfir á hægri akrein á Vesturlandsvegi til vesturs, á milli Víkurvegar og Suðurlandsvegar eftir hádegið í dag. Nokkur töf er á umferð inn í Reykjavík af þessum sökum. Sömuleiðis er töf á umferð út úr bænum vegna áreksturs.
Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að akreininni verði lokað meðan á framkvæmdum standi og hjáleiðir settar upp.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki um klukkan 19.
Árekstur varð á Vesturlandsvegi á móts við líkamsræktarstöðina Reebok Fitness um fjögurleytið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður líkast til einn fluttur á slysadeild.
Bílaröðin á Vesturlandsvegi nær langa leið niður á Ártúnshöfða.Aðsend
Tafir eru á umferð í Ártúnsbrekku og upp í Mosfellsbæ af þessum sökum.
Fréttin var uppfærð klukkan 16:09 með upplýsingum um árekstur.
Bílaröðin náði aftur að Bauhaus um þrjúleytið í dag.Vísir/EgillÞað er fínasta veður til malbikunar í dag.Vísir/EGillUmferð gengur hægt inn í borgina sökum malbikunar.Vísir/Egill
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.