Innlent

Dómur kveðinn upp í Rauða­gerðis­málinu á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Saksóknari fer fram á þungan dóm yfir Angjelin Sterkaj.
Saksóknari fer fram á þungan dóm yfir Angjelin Sterkaj. Vísir/Vilhelm

Dómur verður kveðinn upp í Rauðagerðismálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 8:50 í fyrramálið. Fjórir eru ákærðir í málinu þeirra á meðal Angjelin Sterkaj sem er sakaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar.

Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. 

Þau fjögur báru vitni við aðalmeðferð málsins fyrir um fjórum vikum. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og saksóknari í málinu fór fram á sextán til tuttugu ára fangelsisdóm yfir Angjelin. Þá var krafa um að hin þrjú yrðu dæmd fyrir samverknað að manndrápinu, ef ekki þá hlutdeild. Lágmark fyrir slíkan dóm eru fimm ár í fangelsi.

Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í Rauðagerðismálinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.