„Arfavitlaus hugmynd út frá þröngum hagsmunum atvinnulífsins” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2021 12:00 Haraldur Freyr hefur verið formaður Félags leikskólakennara frá árinu 2011. „Þetta er að sjálfsögðu bara arfavitlaus hugmynd út frá einhverjum þröngum hagsmunum atvinnulífsins,” segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um hugmyndir um sólarhringsopnun á leikskólum. Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.” Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.”
Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira