Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2021 12:31 Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða athygli upp á síðkastið. MAST er ekki hrifin af uppátækjum samfélagsmiðlastjörnunnar og eiganda refsins, Gústa B. aðsend Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. Gústa finnst málið allt farið að líkjast farsa og segist í samtali við fréttastofu hafa fundið það á lögreglumönnunum að þeim þætti þetta einnig heldur hlægilegt mál. „Ég held þeir hafi nú margt betra að gera en að leita að TikTok refum. Ég sá það nú svona á svipnum á þeim að þetta var ekki brýnasta verk dagsins,“ segir Gústi. „Þeir voru mjög almennilegir og hrósuðu mér meira að segja fyrir heimastúdíóið mitt en ég er duglegur að taka upp mína eigin tónlist hérna heima.“ Telur allt framferði MAST undarlegt Hann segir starfsmann MAST hafa verið öllu forhertari og staðráðinn í að finna refinn. „Mér fannst þetta svoldið spes. Ég er ósáttur með aðferðir Matvælastofnunar í þessu máli og líka hissa á hæstaréttardómara að hafa heimilað þessa húsleit,“ segir Ágúst. „Ég veit líka ekki af hverju einhver fulltrúi frá MAST var mættur inn í eldhús til mín. Ég er ekki viss um að hæstaréttardómari geti heimilað fólki frá Matvælastofnun að mæta heim til fólks þó þeir geti veitt lögreglu húsleitarheimild.“ Lögregla og Matvælastofnun gripu þó í tómt. Refinn var hvergi að finna heima hjá Gústa. Hann vill þó ekkert gefa upp um staðsetningu refsins. „Hann er óhultur frá eftirlitsmönnum Matvælastofnunar. Og mér skilst á honum að hann hafi engan áhuga á að fara með þeim.“ Ágústi fannst brotið á friðhelgi einkalífs síns þegar lögregla og sérstaklega fulltrúi MAST ruddust inn á heimili hans og eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann ráðið til sín lögmenn frá Norðdahl lögmannastofu til að aðstoða sig í málinu. „Þegar ég stóð þarna í eigin eldhúsi og horfði á fulltrúa MAST skoða í skápana mína þá áttaði ég mig á því að það væri eitthvað bogið við þessi vinnubrögð,“ segir Gústi. Refurinn hefði það ekki af í Húsdýragarðinum Spurður hvort hann skilji ekki sjónarmið MAST í málinu sem vill taka af honum refinn því bannað sé að halda villt dýr samkvæmt lögum segir Gústi að refurinn sé ekki villtur. „Ég fékk hann í hendurnar fyrir einum og hálfum mánuði og það er alveg ljóst að þessi refur hefur alist upp meðal mannfólks. Þannig að hann er samkvæmt skilgreiningu gæludýr en ekki villt dýr. Hann myndi aldrei lifa það af að vera sleppt út í náttúruna og það sér hver maður að hann myndi heldur ekki lifa það af að vera sleppt inn í Húsdýragarðinn með villtum refum,“ segir hann. Hann vill ekkert gefa upp um hvar hann fékk refinn. „Það er fólk sem heldur hrafna og svona og aldrei hefur MAST bankað upp á hjá þeim. Og það er fólk úti á landi sem að heldur svona refi – MAST lítur alveg fram hjá því og þetta er bara brot á jafnræðisreglunni að veita mér eitthvað rosalegt aðhald fyrir þetta en líta fram hjá því hjá öðrum á landsbyggðinni,“ segir Gústi. Reykjavík Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Gústa finnst málið allt farið að líkjast farsa og segist í samtali við fréttastofu hafa fundið það á lögreglumönnunum að þeim þætti þetta einnig heldur hlægilegt mál. „Ég held þeir hafi nú margt betra að gera en að leita að TikTok refum. Ég sá það nú svona á svipnum á þeim að þetta var ekki brýnasta verk dagsins,“ segir Gústi. „Þeir voru mjög almennilegir og hrósuðu mér meira að segja fyrir heimastúdíóið mitt en ég er duglegur að taka upp mína eigin tónlist hérna heima.“ Telur allt framferði MAST undarlegt Hann segir starfsmann MAST hafa verið öllu forhertari og staðráðinn í að finna refinn. „Mér fannst þetta svoldið spes. Ég er ósáttur með aðferðir Matvælastofnunar í þessu máli og líka hissa á hæstaréttardómara að hafa heimilað þessa húsleit,“ segir Ágúst. „Ég veit líka ekki af hverju einhver fulltrúi frá MAST var mættur inn í eldhús til mín. Ég er ekki viss um að hæstaréttardómari geti heimilað fólki frá Matvælastofnun að mæta heim til fólks þó þeir geti veitt lögreglu húsleitarheimild.“ Lögregla og Matvælastofnun gripu þó í tómt. Refinn var hvergi að finna heima hjá Gústa. Hann vill þó ekkert gefa upp um staðsetningu refsins. „Hann er óhultur frá eftirlitsmönnum Matvælastofnunar. Og mér skilst á honum að hann hafi engan áhuga á að fara með þeim.“ Ágústi fannst brotið á friðhelgi einkalífs síns þegar lögregla og sérstaklega fulltrúi MAST ruddust inn á heimili hans og eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann ráðið til sín lögmenn frá Norðdahl lögmannastofu til að aðstoða sig í málinu. „Þegar ég stóð þarna í eigin eldhúsi og horfði á fulltrúa MAST skoða í skápana mína þá áttaði ég mig á því að það væri eitthvað bogið við þessi vinnubrögð,“ segir Gústi. Refurinn hefði það ekki af í Húsdýragarðinum Spurður hvort hann skilji ekki sjónarmið MAST í málinu sem vill taka af honum refinn því bannað sé að halda villt dýr samkvæmt lögum segir Gústi að refurinn sé ekki villtur. „Ég fékk hann í hendurnar fyrir einum og hálfum mánuði og það er alveg ljóst að þessi refur hefur alist upp meðal mannfólks. Þannig að hann er samkvæmt skilgreiningu gæludýr en ekki villt dýr. Hann myndi aldrei lifa það af að vera sleppt út í náttúruna og það sér hver maður að hann myndi heldur ekki lifa það af að vera sleppt inn í Húsdýragarðinn með villtum refum,“ segir hann. Hann vill ekkert gefa upp um hvar hann fékk refinn. „Það er fólk sem heldur hrafna og svona og aldrei hefur MAST bankað upp á hjá þeim. Og það er fólk úti á landi sem að heldur svona refi – MAST lítur alveg fram hjá því og þetta er bara brot á jafnræðisreglunni að veita mér eitthvað rosalegt aðhald fyrir þetta en líta fram hjá því hjá öðrum á landsbyggðinni,“ segir Gústi.
Reykjavík Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05