Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 19:47 Fjölmargir bílar hafa lent í krapa við Reynisfjall í dag. Bryndís Fanney Harðardóttir Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. Dagurinn hefur verið annasamur hjá Bryndísi Fanneyju Harðardóttur sem starfar ásamt eiginmanni sínum hjá bifreiðaverkstæðinu og dráttarþjónustunni Framrás í Vík. Þau voru búin að koma fimmtán ökumönnum til aðstoðar á sjötta tímanum í dag en vinnudagurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki sér enn fyrir endann á honum. Öll ökutækin fóru út af þjóðveginum á nokkurra kílómetra kafla norðan við Reynisfjall þar sem vindhviður hafa farið yfir 30 metra á sekúndu. Að sögn Bryndísar er nær eingöngu um að ræða erlenda ferðamenn sem vildu ekki láta veðurviðvaranir trufla þétta dagskrá. Haldi að þau séu á vetrardekkjum Bryndís segir að fjölmargir ferðamenn telji sig vera á vetrardekkjum en svo sé gjarnan ekki. „Þeir spyrja bílaleigurnar hvort það séu vetrardekk undir bílnum og þeim er sagt það en svo eru þeir bara á sumardekkjum.“ Um sé að ræða mjög alvarlegt mál ef satt reynist en hún telur að flestir hafi verið búnir að heyra af veðrinu. „Það virðist vera en það fer samt, sem er auðvitað ekki nógu gott. Þetta fólk á klárlega ekki að vera á ferðinni.“ Margir séu á svefnbílum eða svokölluðum camperum og um borð séu einstaklingar allt frá tveggja ára aldri og upp í gamalmenni. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og sérstaklega varað við sterkum hviðum við fjöll. Ökutækjum af öllum stærðum og gerðum hafa átt erfitt með að komast aftur inn á þjóðveginn. Bryndís Fanney Harðardóttir Keyri oft út af að ástæðulausu Bryndís segir að aðstæðurnar við Reynisfjall komi ökumönnum gjarnan á óvart og þeir keyri oft út af þjóðveginum að ástæðulausu og fljóti þar upp í krapa. Slæm færð hafi verið á veginum og mokstursmenn hafi ekki undan. „Ökumennirnir eru bara hræddir, ráða illa við bílinn og þá skella þeir sér út af.“ Greinilegt sé að fólk sé með stífa dagskrá og velji að taka áhættuna til að halda áætlun og krossa í öll boxin á listanum. „Við biðjum alla um að fara ekki lengra en það er allur gangur á því. Við höfum gáð að því þegar við komum í þorpið og þá eru þeir farnir,“ segir Bryndís. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Dagurinn hefur verið annasamur hjá Bryndísi Fanneyju Harðardóttur sem starfar ásamt eiginmanni sínum hjá bifreiðaverkstæðinu og dráttarþjónustunni Framrás í Vík. Þau voru búin að koma fimmtán ökumönnum til aðstoðar á sjötta tímanum í dag en vinnudagurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki sér enn fyrir endann á honum. Öll ökutækin fóru út af þjóðveginum á nokkurra kílómetra kafla norðan við Reynisfjall þar sem vindhviður hafa farið yfir 30 metra á sekúndu. Að sögn Bryndísar er nær eingöngu um að ræða erlenda ferðamenn sem vildu ekki láta veðurviðvaranir trufla þétta dagskrá. Haldi að þau séu á vetrardekkjum Bryndís segir að fjölmargir ferðamenn telji sig vera á vetrardekkjum en svo sé gjarnan ekki. „Þeir spyrja bílaleigurnar hvort það séu vetrardekk undir bílnum og þeim er sagt það en svo eru þeir bara á sumardekkjum.“ Um sé að ræða mjög alvarlegt mál ef satt reynist en hún telur að flestir hafi verið búnir að heyra af veðrinu. „Það virðist vera en það fer samt, sem er auðvitað ekki nógu gott. Þetta fólk á klárlega ekki að vera á ferðinni.“ Margir séu á svefnbílum eða svokölluðum camperum og um borð séu einstaklingar allt frá tveggja ára aldri og upp í gamalmenni. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og sérstaklega varað við sterkum hviðum við fjöll. Ökutækjum af öllum stærðum og gerðum hafa átt erfitt með að komast aftur inn á þjóðveginn. Bryndís Fanney Harðardóttir Keyri oft út af að ástæðulausu Bryndís segir að aðstæðurnar við Reynisfjall komi ökumönnum gjarnan á óvart og þeir keyri oft út af þjóðveginum að ástæðulausu og fljóti þar upp í krapa. Slæm færð hafi verið á veginum og mokstursmenn hafi ekki undan. „Ökumennirnir eru bara hræddir, ráða illa við bílinn og þá skella þeir sér út af.“ Greinilegt sé að fólk sé með stífa dagskrá og velji að taka áhættuna til að halda áætlun og krossa í öll boxin á listanum. „Við biðjum alla um að fara ekki lengra en það er allur gangur á því. Við höfum gáð að því þegar við komum í þorpið og þá eru þeir farnir,“ segir Bryndís.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29
Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40