Innlent

Snjó festi víða í nótt

Árni Sæberg skrifar
Fréttaritari okkar á Suðurlandi tók þessa mynd á Selfossi í morgun.
Fréttaritari okkar á Suðurlandi tók þessa mynd á Selfossi í morgun. Vísir/Magnús Hlynur

Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu.

Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekkert óvenjulegt við það að snjó hafi fest á Suður- og Vesturlandi í nótt. Snjórinn sé ekki fyrr á ferðinni en venjulega. Þá hafi snjó einnig fest á stöku stað á Vestfjörðum og „hér og þar“ um land allt. 

Hér fyrir neðan má til að mynda sjá myndband frá Reykholti, þar sem snjó kyngdi niður í morgun.

Veðurfræðingur segir þó að snjórinn verði ekki langlífur þar sem hiti sé í kortunum. Seint í kvöld byrji að hlýna og rigning verði á landinu öllu á láglendi á morgun.

Um miðja viku byrji hins vegar að kólna aftur og hiti verði við frostmark en úrkoma verði lítil sem engin. Því séu engar líkur á að fólk komist á skíði á næstunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.