Innlent

10% sam­dráttur í lönduðum afla

Þorgils Jónsson skrifar
Landaður afli í september 2021 var 107 þúsund tonn sem er 10% minni afli en í september 2020. Tæp 20 þúsund tonn veiddust af þorski.
Landaður afli í september 2021 var 107 þúsund tonn sem er 10% minni afli en í september 2020. Tæp 20 þúsund tonn veiddust af þorski. Vísir/Vilhelm

Landaður afli í september 2021 var 107 þúsund tonn sem er 10% minni afli en í september 2020.

Frá þessu segir á vef Hagstofunnar, en um er að ræða bráðabirgðartölur.

Botnfiskafli var um 32 þúsund tonn, sem er 11% minna en í fyrra. Af botnfisktegundum var þorskur tæp 20 þúsund tonn.

Uppsjávarafli var tæplega 73 þúsund tonn sem er 10% minni afli en í september 2020. Mest var veitt af síld eða tæp 56 þúsund tonn.

Á tólf mánaða tímabilinu frá október 2020 til september 2021 var heildaraflinn tæplega 1.040 þúsund tonn sem er 2% meiri afli en á sama tímabili ári fyrr. Á tímabilinu veiddust tæp 477 þúsund tonn af botnfisktegundum og rúm 531 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Landaður afli í september 2021, metinn á föstu verðlagi, lækkar um 9,2% samanborið við september í fyrra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×