Innlent

Eldur í hannyrðastofu Borgaskóla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Borgaskóli í Grafarvogi.
Borgaskóli í Grafarvogi.

Eldur kom upp í Borgaskóla í Grafarvogi í gærkvöldi. Þegar slökkvilið bar að garði var brunaviðvörunarkerfið í gangi og vatnsúðakerfi einnig í hluta skólans.

Í ljós kom að kviknað hafði í ofni í hannyrðastofu skólans en úðakerfið hafði séð um að slökkva eldinn. Töluvert vatn hafði hinsvegar komið frá úðakerfinu sem hafði flætt um tvær hæðir skólans og tók það slökkviliðsmenn um tvo tíma hreinsa húsnæðið af vatni og reyk. 

Annars hafa verið fjögur útköll á dælubíla slökkviliðsins síðasta sólarhringinn og 82 sjúkraflutningar. Þar af voru ellefu flutningar tengdir Covid.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.