Innlent

Gamli tíminn mætti þeim nýja við nýja við­byggingu Gamla garðs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Isabel Alejandra Díaz og Björn Bjarnason vígðu listaverkið.
Isabel Alejandra Díaz og Björn Bjarnason vígðu listaverkið. Vísir/Vilhelm

Isabel Alejandra Díaz og Björn Bjarnason, núverandi og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands vígðu í dag nýja viðbyggingu elsta stúdentagarðs háskólastúdenta, Gamla Garðs.

Björn var forseti Stúdentaráðs þegar Félagsstofnun stúdenta var stofnuð árið 1968. Isabel hefur gegnt embætti forseta frá því á síðasta ári.

Þau fengu það hlutverk að vígja viðbygginguna með því að afhjúpa listaverka sem Félagsstofnun stúdenta færir Stúdentaráði Háskóla Íslands að gjöf í tilefni 100 ára afmælis ráðsins á síðasta ári. Er það tileinkað hagsmunabaráttu stúdenta. Verkið sem er 2,10 x 7 metrar að stærð er eftir Helga Þórsson myndlistarmann, útfært af Rúnu Kristinsdóttur.

Árið 1934 reis sá fyrsti stúdentagarðurinn á háskólalóðinni við Hringbraut, Gamli Garður, teiknaður af Sigurði Guðmundssyni húsameistara ríkisins. Nú 87 árum og fjölmörgum stúdentargörðum síðar hefur hið sögufræga hús verið stækkað með glæsilegri viðbyggingu hannaðri af andrúm arkitektum til að hýsa komandi kynslóðir, að því er segir í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×