„Hún átti einhvern veginn ekki séns“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 10:41 Lára segir að Krabbameinsfélagið hafi reynst henni ótrúlega vel. Hún sagði Evu Laufey sögu sína í þættinum Ísland í dag. Ísland í dag Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Ísland í dag Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Dóttir DeNiro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira