Innlent

Bjart yfir fram eftir degi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Veðrið klukkan 12 í dag.
Veðrið klukkan 12 í dag. Veðurstofa Íslands

Veðurstofa íslands spáir vestlægri átt í dag, 5 til 13 m/s og léttir til. Vaxandi suðvestanátt á norðanverðu landinu síðdegis 13 til 20 m/s í kvöld og dálítilli vætu vestanlands í nótt. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig.

Vestan 8 til 15 í fyrramálið en síðan hægari. Víða skúrir en þurrt suðaustantil. Hiti á bilinu 4 til 10 stig. Él fyrir norðan annað kvöld og norðaustan. 10 til 15 m/s norðvestanlands. Kólnandi.

Hugleiðingar veðurfræðings:

„Vestlæg átt 5-13 m/s og víða léttskýjað í dag, en dálítil él í fyrstu austanlands. Hiti 0 til 7 stig.

Vaxandi suðvestanátt á norðanverðu landinu seinni partinn, allhvasst eða hvasst í kvöld. Þá þykknar upp vestantil á landinu og rignir dálítið þar í nótt.

Minnkandi vestanátt á morgun, skúrir og milt en þurrt á Austfjörðum og Suðausturlandi. Annað kvöld er útlit fyrir norðaustanátt með éljum fyrir norðan og kólnandi veðri.“

Veðurhorfur næstu daga:

Á föstudag:

Vestan 8-13 m/s um morguninn en síðan hægari. Bjartviðri á SA-landi, annars víða skúrir eða slydduél. Hiti 1 til 8 stig. Él fyrir norðan um kvöldið og gengur í norðaustan 10-15 NV-lands.

Á laugardag:

Norðaustan og austan 5-13, en 10-18 NV-til og einnig syðst á landinu eftir hádegi. Rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 6 stig, en dálítil snjókoma um landið N-vert með hita í kringum frostmark.

Á sunnudag:

Norðaustan 10-18 með slyddu eða snjókomu á SA- og A-landi og éljum N-lands, en þurrt SV-til. Heldur kólnandi.

Á mánudag:

Hvöss norðaustanátt og rigning, en slydda eða snjókoma um landið N-vert. Hiti 0 til 7 stig.

Á þriðjudag:

Norðaustanátt og snjókoma eða él, en þurrt á S- og SV-landi. Kólnandi veður.

Á miðvikudag:

Norðanátt og él N- og A-lands, frost 0 til 5 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×