Erlent

William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimskotið heppnaðist vel.
Geimskotið heppnaðist vel. AP/LM Otero

Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu.

Með Shatner voru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen um borð í New Shepard geimfari Blue Origin.

Ferðin tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda og fóru þau í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Þar svifu þau um stund áður en geimskipið byrjaði að falla aftur til jarðar. Hundrað kílómetra hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins.

Á leiðinni aftur til jarðar mátti heyra Shatner segja: „Þetta var ólíkt því sem þið lýstuð. Ég hef aldrei upplifað annað eins.“

Þetta var í fjórða sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim.

Hér má sjá það helsta frá geimskotinu sjálfu.

Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim.

Bezos tók á móti geimförunum eftir lendingu. Hann ræddi við Shatner og augljóst var að geimferðin hafi reynst leikaranum tilfinningaþrungin og virtist hann fara að gráta þegar hann lýsti upplifuninni við Bezos.


Tengdar fréttir

„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“

Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins.

Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim

Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag.

Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008

Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.