Erlent

Líkamshlutarnir af 24 ára gömlum karlmanni

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Ilulissat á Grænlandi.
Frá Ilulissat á Grænlandi. Vísir/Getty

Tvennt hefur verið ákært eftir að lögregla á Grænlandi bar kennsl á líkamshluta sem fundust í sorpbrennslustöð í bænum Ilulissat fyrr í þessum mánuði. Líkamshlutarnir reyndust af 24 ára gömlum grænlenskum karlmanni.

Grænlenska lögreglan greindi frá nafni þess látna í gær. Hann hét Maassannguaq Dalager og var 24 ára gamall. Nafnið var birt í samráði við fjölskyldu hans og vísaði lögreglan meðal annars til sögusagna sem væru á kreiki til að rökstyðja ákvörðunina um nafnbirtinguna.

Karl og kona voru handtekin í tengslum við málið og hafa verið ákærð. Karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi til 5. nóvember en konan var látin laus þar til málið verður tekið fyrir, að sögn staðarblaðsins Sermitsiaq.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá því hvaða ástæðu þau hefðu haft til að drepa manninn. Rannsókn eigi enn eftir að leiða í ljós dánarorsök hans.

Þá hefur lögreglan óskað eftir upplýsingum frá almenningi um ferðir Dalager dagana áður en líksmleifar hans fundust í sorpbrennslustöðinni 3. október. Lögreglan hefur lokið rannsókn sinni á brennsluofni en hefur ekki sagt hvort að frekari líkamsleifar hafi fundist.

„Með tvennt ákært og nafn fórnarlambsins erum við langt komin með mál sem virkaði erfitt í upphafi,“ sagði Jan Lambertsen, aðstoðarvarðstjóri hjá grænlensku lögreglunni sem leiðir rannsóknina.


Tengdar fréttir

Telja líkamshlutana tilheyra grænlenskum manni

Lögreglan á Grænlandi telur sig nærri því að bera kennsl á líkamshluta sem fundust á brennslustöð í bænum Ilulissat. Grunur leiki á að um grænlenskan karlmann sé að ræða en tveir líkamshlutar hafa fundist.

Fleiri líkamshlutar finnast á Grænlandi

Lögreglan á Grænlandi fann á laugardaginn líkamshluta við brennslustöð í bænum Ilulissat. Síðan þá hafa fleiri líkamshlutar fundist þar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.