Innlent

Kosningaskandallinn og mögu­­legar lausnir í Pall­­borðinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Baldur Þórhallsson, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson fara yfir málið í Pallborðinu í dag.
Baldur Þórhallsson, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson fara yfir málið í Pallborðinu í dag. vísirVilhelm

Hin um­deilda staða sem upp er komin eftir kosningarnar og mis­tök við fram­kvæmd talningar í Norð­vestur­kjör­dæmi var til um­ræðu í Pall­borðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag.

Þau Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor, Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögmaður sem á sæti í Feneyjanefnd, og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, mættu til okkar til að fara yfir málin.

Þarf að kjósa aftur í Norðvesturkjördæmi eða jafnvel landinu öllu? Ber almenningur traust til þingsins eftir málið? Og hefði ekki verið hægt að koma í veg fyrir þessa stöðu með viðeigandi aðgerðum fyrir löngu síðan?

Við veltum þessu upp með viðmælendum okkar og spurðum Sigmar hvernig það væri að vera kjörinn jöfnunarþingmaður við þessa stöðu.

Síðan veltum við upp mögulegum leiðum út úr vandanum, sem virðast fæstar sætta alla í málinu.

Uppfært:  Útsendingunni er lokið en hér má sjá þáttinn í heild sinni:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.