Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2021 08:00 Vigdís Hafliðadóttir með míkrafóninn, Ragnhildur Veigarsdóttir á hljómborðinu, Eyrún Engilbertsdóttir á gítar og Sylvía Spilliaert plokkar bassann. Allajafna spilar svo Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur með sveitinni. Ívar Eyþórsson Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. Alda Music og Eyland Spirits, framleiðandi Ólafsson gins, eru meðal fjölda sprotafyrirtækja sem hafa komið sér fyrir á Grandanum þar sem áður var fyrst og fremst líflegur iðnaður tengdur sjávarútvegi. „Það er gaman að fá að taka þátt í þessari frábæru uppsveiflu sem er á Granda. Hér hafa á undanförnum árum verið að spretta upp upptökustúdíó, vinnustofur listafólks og lítil nýsköpunar fyrirtæki. Það er ótrúlega mikð líf á svæðinu,“ segir Vala Sif Magnúsdóttir hjá Eyland Spirits. Klippa: Flott - stofutónleikar Fastagestir á vinsældarlistum Vala Sif segir að listafólkið sem kemur fram á tónleikunum sé í bland reynsluboltar og efnilegasta tónlistarfólk landsins. „Í þessari umferð eru þetta Teitur Magnússon, Raven, Superserious, Axel Flóvent og Flott. Við hjá Eyland Spirits viljum styðja íslenska list og menningu og tónlistin er fyrsta skrefið, segir Vala. Flott er ný íslensk hljómsveit sem var stofnuð árið 2020. Hún samanstendur af fimm ungum konum. Sveitin hefur vakið þó nokkra athygli frá því að hún gaf út sitt fyrsta lag Segðu það bara í lok nóvember sama ár. Öll lög sveitarinnar (öll fjögur) hafa lent á Vinsældarlista Rásar 2, efst í fyrsta sæti. Tónleikarnir voru teknir upp að viðstöddum nokkrum gestum og eru ýmist rafmagnaðir eða órafmagnaðir. Stefna á frekara samstarf Sölvi Blöndal segir að þau hjá Alda Music hafi verið fljót að slá til þegar þessi pæling kom fram, „Vala Sif kom með frábæra hugmynd um að breyta skrifstofunni sinni i tónleikastað. Við stóðumst ekki mátið um að vera með enda erum við Grandagrannar og Grandinn er fullkominn í svona nokkuð. Hrár, óskipulagður og skemmtilegur,” segir Sölvi. Upptaka og eftirvinnsla á tónleikunum er í höndum Ketchup Creative sem er líka nágrannafyrirtæki á Granda. Hugmyndin er að það verði framhald á samstarfi þessara skapandi fyrirtækja sem öll eru að framleiða með sínum hætti eitthvað til útflutnings frá Íslandi, tónlist, gin, menningu. „Hérna á milli okkar í Eyland Spirits og Öldu Music við Eyjaslóð er stórt port. Við stefnum að því að halda þar útitónleika á næst ári sem verða opnir öllum og fólk getur skemmt sér saman á þessum frábæra stað sem Grandinn er,“ segir Vala. Tónlist Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Alda Music og Eyland Spirits, framleiðandi Ólafsson gins, eru meðal fjölda sprotafyrirtækja sem hafa komið sér fyrir á Grandanum þar sem áður var fyrst og fremst líflegur iðnaður tengdur sjávarútvegi. „Það er gaman að fá að taka þátt í þessari frábæru uppsveiflu sem er á Granda. Hér hafa á undanförnum árum verið að spretta upp upptökustúdíó, vinnustofur listafólks og lítil nýsköpunar fyrirtæki. Það er ótrúlega mikð líf á svæðinu,“ segir Vala Sif Magnúsdóttir hjá Eyland Spirits. Klippa: Flott - stofutónleikar Fastagestir á vinsældarlistum Vala Sif segir að listafólkið sem kemur fram á tónleikunum sé í bland reynsluboltar og efnilegasta tónlistarfólk landsins. „Í þessari umferð eru þetta Teitur Magnússon, Raven, Superserious, Axel Flóvent og Flott. Við hjá Eyland Spirits viljum styðja íslenska list og menningu og tónlistin er fyrsta skrefið, segir Vala. Flott er ný íslensk hljómsveit sem var stofnuð árið 2020. Hún samanstendur af fimm ungum konum. Sveitin hefur vakið þó nokkra athygli frá því að hún gaf út sitt fyrsta lag Segðu það bara í lok nóvember sama ár. Öll lög sveitarinnar (öll fjögur) hafa lent á Vinsældarlista Rásar 2, efst í fyrsta sæti. Tónleikarnir voru teknir upp að viðstöddum nokkrum gestum og eru ýmist rafmagnaðir eða órafmagnaðir. Stefna á frekara samstarf Sölvi Blöndal segir að þau hjá Alda Music hafi verið fljót að slá til þegar þessi pæling kom fram, „Vala Sif kom með frábæra hugmynd um að breyta skrifstofunni sinni i tónleikastað. Við stóðumst ekki mátið um að vera með enda erum við Grandagrannar og Grandinn er fullkominn í svona nokkuð. Hrár, óskipulagður og skemmtilegur,” segir Sölvi. Upptaka og eftirvinnsla á tónleikunum er í höndum Ketchup Creative sem er líka nágrannafyrirtæki á Granda. Hugmyndin er að það verði framhald á samstarfi þessara skapandi fyrirtækja sem öll eru að framleiða með sínum hætti eitthvað til útflutnings frá Íslandi, tónlist, gin, menningu. „Hérna á milli okkar í Eyland Spirits og Öldu Music við Eyjaslóð er stórt port. Við stefnum að því að halda þar útitónleika á næst ári sem verða opnir öllum og fólk getur skemmt sér saman á þessum frábæra stað sem Grandinn er,“ segir Vala.
Tónlist Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“