Raðnauðgari í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2021 16:21 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. september en ekki birtur á vef dómstólsins fyrr en í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem endurtekið hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Konan hafði komið á dvalarstað hans til að sækja föt á barn þeirra. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira