Innlent

Unnur Helga nýr formaður Þroskahjálpar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Unnur Helga Óttarsdóttir er nýkjörinn formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Unnur Helga Óttarsdóttir er nýkjörinn formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Aðsend

Unnur Helga Óttarsdóttir hefur verið kjörin formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. 

Unnur er sérkennari að mennt og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2005. Hún á dóttur með Downs heilkenni og hefur barist ötullega fyrir hennar hagsmunum að því er fram kemur í tilkynningu frá Þroskahjálp. Unnur Helga var formaður og stjórnarmaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni um skeið. 

Fráfarandi formaður er Bryndís Snæbjörnsdóttir en hún hefur gengt embættinu frá árinu 2013. 

Unnur var kjörin á landsþingi samtakanna sem fer fram á Grand Hotel í dag. Þar fer jafnframt fram ráðstefna síðar í dag um þátttöku fatlaðs fólks í atvinnulífinu sem verður streymt í beinni útsendingu á Vísi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×