Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 08:10 Birgir Þórarinsson hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Birgir segir í samtali við blaðið að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í gærkvöldi en hann hafi greint Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, frá vistaskiptunum áður. Þá hafi hann rætt málið við varaþingmann sinn, Ernu Bjarnadóttur, sem styðji hann í ákvörðuninni. Nú eru því aðeins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Bergþór Ólason þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi eftir í þingflokki Miðflokks. Að sögn Birgis megi rekja vistaskiptin allt aftur til Klaustursmálsins sem upp kom árið í nóvember 2018 þó svo að atburðarrásin hafi verið hröð í þessari viku. Hann hafi verið ósáttur með Klaustursmálið þegar það kom upp á sínum tíma og vonað að samflokksmenn hans hefðu lært af því en annað hafi svo komið í ljós. Í kjölfar gagnrýni sinnar hafi aðrir flokksmenn aldrei treyst honum fyllilega. Hann eigi því ekki lengur samleið með Miðflokksmönnum. „Þetta er ekki léttvæg ákvörðun, ég held það sjái allir, og ég tek hana að mjög vel ígrunduðu máli. En eftir allt það sem á undan er gengið og þá forsögu, sem ég lýsi í grein minni, þá ríkir ekki lengur traust milli mín og forystu flokksins. Í ljósi þess væri ekki heiðarlegt hjá mér, hvorki gagnvart sjálfum mér né kjósendum, að halda áfram innan hóps þar sem skortir gagnkvæmt traust,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í morgun. Vísar hann þar til greinar, sem hann skrifaði og birtist í blaðinu í morgun. Segir að ráðist hafi verið í skipulega aðför gegn honum í prófkjöri Hann segir það hafa komið skýrt í ljós í kosningunum nú að hann væri ekki velkominn innan flokksins. „Ég var hins vegar fullur vilja til þess að láta hlutina ganga og að við myndum ganga sameinuð til þessarar kosningabaráttu. En sú varð ekki raunin. Það var beinlínis ráðist í skipulega aðför gegn mér í prófkjörsbaráttu og allt gert til þess að ég yrði ekki oddviti,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið. Í fyrrnefndri grein eftir Birgi sem birtist í Morgunblaðinu í morgun ítrekar hann að Klaustursmálið hafi orðið honum að falli innan flokksins. „Ég gagnrýndi samflokksmenn mína sem í áttu hlut vegna þess að heilindi við eigin samvisku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjónustu við kjósendur er fyrsta skylda þingmanna. Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið.“ Þingflokkkur Sjálfstæðisflokks samþykkti inngöngu Birgis samhljóða Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þá staðfest inngöngu Miðflokksmannsins fyrrverandi í Sjálfstæðisflokkinn í samtali við Morgunblaðið. „Þingflokkurinn samþykkti beiðni Birgis Þórarinssonar um inngöngu samhljóða. Við fögnum því að sjálfsögðu að fá nýjan liðsmann, sem við þekkjum vel og þetta styrkir okkur í þeim störfum sem fram undan eru.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Birgir segir í samtali við blaðið að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í gærkvöldi en hann hafi greint Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, frá vistaskiptunum áður. Þá hafi hann rætt málið við varaþingmann sinn, Ernu Bjarnadóttur, sem styðji hann í ákvörðuninni. Nú eru því aðeins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Bergþór Ólason þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi eftir í þingflokki Miðflokks. Að sögn Birgis megi rekja vistaskiptin allt aftur til Klaustursmálsins sem upp kom árið í nóvember 2018 þó svo að atburðarrásin hafi verið hröð í þessari viku. Hann hafi verið ósáttur með Klaustursmálið þegar það kom upp á sínum tíma og vonað að samflokksmenn hans hefðu lært af því en annað hafi svo komið í ljós. Í kjölfar gagnrýni sinnar hafi aðrir flokksmenn aldrei treyst honum fyllilega. Hann eigi því ekki lengur samleið með Miðflokksmönnum. „Þetta er ekki léttvæg ákvörðun, ég held það sjái allir, og ég tek hana að mjög vel ígrunduðu máli. En eftir allt það sem á undan er gengið og þá forsögu, sem ég lýsi í grein minni, þá ríkir ekki lengur traust milli mín og forystu flokksins. Í ljósi þess væri ekki heiðarlegt hjá mér, hvorki gagnvart sjálfum mér né kjósendum, að halda áfram innan hóps þar sem skortir gagnkvæmt traust,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í morgun. Vísar hann þar til greinar, sem hann skrifaði og birtist í blaðinu í morgun. Segir að ráðist hafi verið í skipulega aðför gegn honum í prófkjöri Hann segir það hafa komið skýrt í ljós í kosningunum nú að hann væri ekki velkominn innan flokksins. „Ég var hins vegar fullur vilja til þess að láta hlutina ganga og að við myndum ganga sameinuð til þessarar kosningabaráttu. En sú varð ekki raunin. Það var beinlínis ráðist í skipulega aðför gegn mér í prófkjörsbaráttu og allt gert til þess að ég yrði ekki oddviti,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið. Í fyrrnefndri grein eftir Birgi sem birtist í Morgunblaðinu í morgun ítrekar hann að Klaustursmálið hafi orðið honum að falli innan flokksins. „Ég gagnrýndi samflokksmenn mína sem í áttu hlut vegna þess að heilindi við eigin samvisku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjónustu við kjósendur er fyrsta skylda þingmanna. Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið.“ Þingflokkkur Sjálfstæðisflokks samþykkti inngöngu Birgis samhljóða Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þá staðfest inngöngu Miðflokksmannsins fyrrverandi í Sjálfstæðisflokkinn í samtali við Morgunblaðið. „Þingflokkurinn samþykkti beiðni Birgis Þórarinssonar um inngöngu samhljóða. Við fögnum því að sjálfsögðu að fá nýjan liðsmann, sem við þekkjum vel og þetta styrkir okkur í þeim störfum sem fram undan eru.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira