Staðfestu dóm fyrir brot gegn stjúpsyni Þorgils Jónsson skrifar 8. október 2021 20:28 Landsrétturstaðfesti í dag dóm yfir konu fyrir brot gegn stjúpsyni hennar. Vísir/Vilhelm Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin. Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels