Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann Snorri Másson skrifar 8. október 2021 19:36 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill Þórólfs Guðnasonar, sem ákvað í dag að hætta notkun Moderna. Vísir Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann. Embætti sóttvarnalæknis byggir þessa ákvörðun á gögnum frá Norðurlöndunum sem virðast gefa til kynna marktækan mun á Moderna og öðrum bóluefnum þegar kemur að hjartabólgu og gollurshússbólgu. „Þetta er eitthvað sem við höfum líka séð hér á Íslandi sem betur fer ekki mörg tilvik,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sem bætir við að þetta geti verið lífshættulegar aukaverkanir. Oftar eru þær það þó ekki. „Oft er þetta eitthvað sem gengur yfir án meðferðar með hvíld og einhverjum bólgueyðandi lyfjum en þetta er eitthvað sem þarf alltaf að taka alvarlega,“ segir Kamilla. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur ef maður fékk Moderna á sínum tíma - hættan er mest fljótlega eftir bólusetningu. „Þetta virðist vera algengast á fyrstu þremur til fjórum dögunum eftir seinni bólusetninguna en eftirlitstíminn hjá Lyfjastofnun varðandi þetta er í kringum fjórar vikur,“ segir Kamilla. Mögulegt sé að Moderna verði í kjölfarið notað í öðrum skömmtum eða á aðra hópa en enn er beðið eftir frekari gögnum, meðal annars frá Lyfjastofnun Evrópu. „Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að vita fyrirfram. Það er ekki hægt að komast að þessu nema það séu bólusettir nógu margir til að mjög sjaldgæfir atburðir geti átt sér stað. Þá verður samt líka að bregðast á viðeigandi hátt við og fara varlega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Embætti sóttvarnalæknis byggir þessa ákvörðun á gögnum frá Norðurlöndunum sem virðast gefa til kynna marktækan mun á Moderna og öðrum bóluefnum þegar kemur að hjartabólgu og gollurshússbólgu. „Þetta er eitthvað sem við höfum líka séð hér á Íslandi sem betur fer ekki mörg tilvik,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sem bætir við að þetta geti verið lífshættulegar aukaverkanir. Oftar eru þær það þó ekki. „Oft er þetta eitthvað sem gengur yfir án meðferðar með hvíld og einhverjum bólgueyðandi lyfjum en þetta er eitthvað sem þarf alltaf að taka alvarlega,“ segir Kamilla. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur ef maður fékk Moderna á sínum tíma - hættan er mest fljótlega eftir bólusetningu. „Þetta virðist vera algengast á fyrstu þremur til fjórum dögunum eftir seinni bólusetninguna en eftirlitstíminn hjá Lyfjastofnun varðandi þetta er í kringum fjórar vikur,“ segir Kamilla. Mögulegt sé að Moderna verði í kjölfarið notað í öðrum skömmtum eða á aðra hópa en enn er beðið eftir frekari gögnum, meðal annars frá Lyfjastofnun Evrópu. „Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að vita fyrirfram. Það er ekki hægt að komast að þessu nema það séu bólusettir nógu margir til að mjög sjaldgæfir atburðir geti átt sér stað. Þá verður samt líka að bregðast á viðeigandi hátt við og fara varlega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55