Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann Snorri Másson skrifar 8. október 2021 19:36 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill Þórólfs Guðnasonar, sem ákvað í dag að hætta notkun Moderna. Vísir Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann. Embætti sóttvarnalæknis byggir þessa ákvörðun á gögnum frá Norðurlöndunum sem virðast gefa til kynna marktækan mun á Moderna og öðrum bóluefnum þegar kemur að hjartabólgu og gollurshússbólgu. „Þetta er eitthvað sem við höfum líka séð hér á Íslandi sem betur fer ekki mörg tilvik,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sem bætir við að þetta geti verið lífshættulegar aukaverkanir. Oftar eru þær það þó ekki. „Oft er þetta eitthvað sem gengur yfir án meðferðar með hvíld og einhverjum bólgueyðandi lyfjum en þetta er eitthvað sem þarf alltaf að taka alvarlega,“ segir Kamilla. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur ef maður fékk Moderna á sínum tíma - hættan er mest fljótlega eftir bólusetningu. „Þetta virðist vera algengast á fyrstu þremur til fjórum dögunum eftir seinni bólusetninguna en eftirlitstíminn hjá Lyfjastofnun varðandi þetta er í kringum fjórar vikur,“ segir Kamilla. Mögulegt sé að Moderna verði í kjölfarið notað í öðrum skömmtum eða á aðra hópa en enn er beðið eftir frekari gögnum, meðal annars frá Lyfjastofnun Evrópu. „Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að vita fyrirfram. Það er ekki hægt að komast að þessu nema það séu bólusettir nógu margir til að mjög sjaldgæfir atburðir geti átt sér stað. Þá verður samt líka að bregðast á viðeigandi hátt við og fara varlega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Embætti sóttvarnalæknis byggir þessa ákvörðun á gögnum frá Norðurlöndunum sem virðast gefa til kynna marktækan mun á Moderna og öðrum bóluefnum þegar kemur að hjartabólgu og gollurshússbólgu. „Þetta er eitthvað sem við höfum líka séð hér á Íslandi sem betur fer ekki mörg tilvik,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sem bætir við að þetta geti verið lífshættulegar aukaverkanir. Oftar eru þær það þó ekki. „Oft er þetta eitthvað sem gengur yfir án meðferðar með hvíld og einhverjum bólgueyðandi lyfjum en þetta er eitthvað sem þarf alltaf að taka alvarlega,“ segir Kamilla. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur ef maður fékk Moderna á sínum tíma - hættan er mest fljótlega eftir bólusetningu. „Þetta virðist vera algengast á fyrstu þremur til fjórum dögunum eftir seinni bólusetninguna en eftirlitstíminn hjá Lyfjastofnun varðandi þetta er í kringum fjórar vikur,“ segir Kamilla. Mögulegt sé að Moderna verði í kjölfarið notað í öðrum skömmtum eða á aðra hópa en enn er beðið eftir frekari gögnum, meðal annars frá Lyfjastofnun Evrópu. „Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að vita fyrirfram. Það er ekki hægt að komast að þessu nema það séu bólusettir nógu margir til að mjög sjaldgæfir atburðir geti átt sér stað. Þá verður samt líka að bregðast á viðeigandi hátt við og fara varlega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55