Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Snorri Másson skrifar 8. október 2021 11:41 Af kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru þeir sem langmest traust hafa á niðurstöðum nýafstaðinna þingkosninga. Vísir/Vilhelm Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 30 prósent fólks treystir niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þessar niðurstöður ekki mjög alvarlegar og bendir á að mikill meirihluti landsmanna treysti kosningunum. „Mér sýnist þessar niðurstöður vera að segja okkur að það er þessi tiltekna kosning sem fólk er að hafa svolitlar efasemdir um frekar heldur en ferilinn almennt. En auðvitað er það þannig að það þarf að fara rækilega yfir það sem gerðist og laga þá hnökra sem opinberuðust þarna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Maskína Könnunin er framkvæmd af Maskínu, en þetta er í fyrsta sinn sem Maskína mælir sérstaklega traust á niðurstöðum kosninga, þannig að ekki liggur alveg fyrir hve laskað traustið er eftir kosningarnar nú. „Íslendingar hafa almennt treyst niðurstöðum kosninga en það hefur hins vegar verið að gerast um víða veröld að svona vantraust er að aukast í þjóðfélögum. Samsvarandi niðurstöður og við erum að sjá í þessari könnun eru ekki mjög óalgengar í bara venjulegum könnunum í löndunum í kringum okkur eins og til að mynda í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Frambjóðendur sem kært hafa kosninguna hafa lýst yfir áhyggjum af því að þingmenn sitjandi ríkisstjórnar, sem gerir sig um þessar mundir líklega til að halda áfram samstarfinu, hafi meirihluta í þeirri nefnd sem á endanum sker úr um lögmæti kosninganna. Af niðurstöðum könnunar Maskínu að dæma er mikill munur á trausti fólks til kosninganna eftir því hvaða flokk það kaus. Þannig mælist langmest traust hjá sjálfstæðismönnum, langt yfir meðallagi, og þar á eftir hjá framsóknarmönnum. Mest vantraust mælist hjá Pírötum og Sósíalistum, minna en hjá þeim sem kusu ekki. Maskína Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
30 prósent fólks treystir niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þessar niðurstöður ekki mjög alvarlegar og bendir á að mikill meirihluti landsmanna treysti kosningunum. „Mér sýnist þessar niðurstöður vera að segja okkur að það er þessi tiltekna kosning sem fólk er að hafa svolitlar efasemdir um frekar heldur en ferilinn almennt. En auðvitað er það þannig að það þarf að fara rækilega yfir það sem gerðist og laga þá hnökra sem opinberuðust þarna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Maskína Könnunin er framkvæmd af Maskínu, en þetta er í fyrsta sinn sem Maskína mælir sérstaklega traust á niðurstöðum kosninga, þannig að ekki liggur alveg fyrir hve laskað traustið er eftir kosningarnar nú. „Íslendingar hafa almennt treyst niðurstöðum kosninga en það hefur hins vegar verið að gerast um víða veröld að svona vantraust er að aukast í þjóðfélögum. Samsvarandi niðurstöður og við erum að sjá í þessari könnun eru ekki mjög óalgengar í bara venjulegum könnunum í löndunum í kringum okkur eins og til að mynda í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Frambjóðendur sem kært hafa kosninguna hafa lýst yfir áhyggjum af því að þingmenn sitjandi ríkisstjórnar, sem gerir sig um þessar mundir líklega til að halda áfram samstarfinu, hafi meirihluta í þeirri nefnd sem á endanum sker úr um lögmæti kosninganna. Af niðurstöðum könnunar Maskínu að dæma er mikill munur á trausti fólks til kosninganna eftir því hvaða flokk það kaus. Þannig mælist langmest traust hjá sjálfstæðismönnum, langt yfir meðallagi, og þar á eftir hjá framsóknarmönnum. Mest vantraust mælist hjá Pírötum og Sósíalistum, minna en hjá þeim sem kusu ekki. Maskína
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31