Birkir Bjarna: „Ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2021 07:00 Birkir Bjarnason segir að íslenska landsliðið geti vel komið sér aftur á þann stall sem það var á áður. Mynd/Skjákskot Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armenum á í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, fór yfir leikinn sem framundan er, og möguleika Íslands á að komast aftur á þann stall sem liðið var á áður. „Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
„Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira