Birkir Bjarna: „Ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2021 07:00 Birkir Bjarnason segir að íslenska landsliðið geti vel komið sér aftur á þann stall sem það var á áður. Mynd/Skjákskot Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armenum á í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, fór yfir leikinn sem framundan er, og möguleika Íslands á að komast aftur á þann stall sem liðið var á áður. „Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
„Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira