Innlent

Raf­­­magns­­­laust í mið­bænum og dular­full bruna­lykt

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Slökkviliðið reynir að finna upptök brunalyktarinnar sem leggur yfir Pósthússtrætið.
Slökkviliðið reynir að finna upptök brunalyktarinnar sem leggur yfir Pósthússtrætið. vísir/viktor

Rafmagnslaust er víða í miðbæ Reykjavíkur og í Vesturbæ. Slökkviliðið telur að brunalykt sem finnst vel á öllu svæðinu við Austurvöll og Pósthússtræti gæti tengst rafmagnsleysinu.

Slökkvilið var kallað út vegna lyktarinnar en fréttamaður Vísis er staddur niðri í miðbæ. Samkvæmt upplýsingum sem slökkviliðsmenn gáfu honum hafa þeir ekki fundið upptök brunalyktarinnar en grunar að hún gæti tengst rafmagnsbiluninni.

Uppfært klukkan 18:45: Samkvæmt Veitum eru flestir notendur komnir aftur með rafmagn. „Þó eru notendur í kringum Tryggvagötu, Mýrargötu og Geirsgötu enn rafmagnslausir. Vonast er til að það svæði verði komið með rafmagn fyrir kl. 20:00."

Bilun á Barónsstíg

Veitur vita af biluninni og vonast til þess að rafmagnið verði komið aftur á innan stundar.

Bilunin er í aðspennustöð á Barónsstíg en slíkar bilanir eru vel þekktar að sögn starfsmanns Veitna. Unnið er að því að koma henni í lag.

Samkvæmt tilkynningu frá Veitum sló rafmagnið út klukkan 17:51. 

Veitur segjast ekki vita hversu víða rafmagnsleysið nær en segjast hafa heyrt af því bæði í miðbænum og Vesturbænum.

Rafmagnsleysið nær ekki til allra á þessum svæðum heldur aðeins sumra húsa. Margir veitingastaðir eru í vandræðum vegna málsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×