Innlent

Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal

Eiður Þór Árnason skrifar
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa meðal annars verið kallaðar út. 
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa meðal annars verið kallaðar út.  Vísir/Vilhelm

Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris.

Þetta kemur fram í tilkynningum frá lögreglunni frá Suðurlandi og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Átta manns voru um borð í rútunni sem fór út af í grennd við Dyrhóley og barst neyðarlínu tilkynning um slysið klukkan 10:32. 

Allir farþegar verða fluttir undir læknishendur til öryggis og er búið að virkja hópslysaáætlun í umdæminu. Stór hluti viðbragðs hefur nú þegar verið afturkallað, að sögn lögreglu en óljóst var með umfang slyssins í fyrstu. Aðgerðarstjórn fyrir Suðurland og samhæfingarstöð í Skógarhlíð hafa verið virkjaðar.

Uppfært klukkan 11:34: Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru allir farþegarnir komnir í skjól.

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×