Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 23:55 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er ánægður með sig þessa dagana. Hann bindur nú þannig um hnútana að demókratar þurfi einir að hækka skuldaþak ríkissjóðs. Það á að verða vopn í höndum frambjóðenda repúblikana í þingkosningum næsta árs. AP/J. Scott Applewhite Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað. Bandaríkjaþing verður að hækka lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs á allra næstu dögum ef ekki á illa að fara. Fjármálaráðuneytið áætlar að þakinu verði náð í kringum 18. október en eftir þann tíma gæti Bandaríkjastjórn ekki lengur staðið við allar fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Janet Yellen, fjármálaráðherra, hefur sagt að afleiðingar þess yrðu hörmulegar fyrir efnahag Bandaríkjanna og það gæti leitt til kreppu. Demókratar eru með afar nauman meirihluta á þinginu og þurfa á samvinnu repúblikana að halda til þess að hækka skuldaþakið. Það vilja leiðtogar repúblikana ekki gera og hafa þeir boðað að þeir muni beita málþófi til að koma í veg fyrir að demókratar samþykki frumvarp þess efnis. Repúblikanar vilja heldur að demókratar þurfi einir að hækka þakið með flókinni og tímafrekri smugu fram hjá málþófinu í þingsköpum til þess að þeir geti barið á þeim fyrir að hækka skuldir alríkisins í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar á næstu árum. Joe Biden forseti og leiðtogar demókrata hafa sagt að smugan sem repúblikanar vilja að demókratar noti, svonefnd sáttaleið um fjárlög (e. budget reconciliation), sé alltof flókin og tímafrek nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til stefnu til að hækka skuldaþakið. Þá hafna demókratar því að þeir eigi einir að bera ábyrgð á hækkun skuldaþaksins enda hafi ríkisstjórnir beggja flokka stofnað til núverandi skulda. Hækka þarf þakið vegna núverandi skulda ríkissjóðs, óháð því hvort að demókratar nái að samþykkja tvö frumvörp um helstu stefnumál Biden sem repúblikanar halda fram að séu alltof kostnaðarsöm. Þyrftu enn að hækka þakið einir í desember Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, steig lítið skref í átt að sáttum í dag þegar hann opnaði á þann möguleika að repúblikanar beittu ekki málþófi og leyfðu þingmönnum demókrata að samþykkja tímabundna hækkun skuldaþaksins fram í desember með einföldum meirihluta. Þingmenn demókrata tóku nokkuð vel í það boð, að sögn AP-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðslu um næstu skref í málinu var frestað í þinginu til þess að þeir gætu rætt framhaldið. Þrátt fyrir þessa tilslökun stendur McConnell enn fastur á því að demókratar þurfi að standa einir að hækkun skuldaþaksins til lengri tíma í desember. Boð hans nú gefi þeim lengri tíma til að fá sáttaleiðina svonefndu. Boð McConnell kom eftir að Biden forseti sagðist opinn fyrir því að breyta reglum öldungadeildar þingsins um málþóf til þess að gera einföldum meirihluta þingmanna kleift að hækka skuldaþakið. Samkvæmt núverandi þingsköpum geta þingmenn stöðvað umræðu um mál með því einu að segjast ætla að beita málþófi. Þá þarf sextíu þingmenn til þess að koma máli í gegn. Demókratar og repúblikanar eru með fimmtíu sæti hvor í öldungadeildinni en Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði til að höggva á hnútinn ef atkvæði falla jöfn. Biden og íhaldssamari þingmenn demókrata hafa verið mótfallnir því að breyta reglum um málþófið jafnvel þó að hendur þeirra séu nær algerlega bundnar í þinginu. Repúblikanar leyfa málum þeirra ekki að fara í gegn án málþófs. Því reyna demókratar nú að koma tveimur risavöxnum útgjaldafrumvörpum vegna helstu stefnumála Biden í gegnum þingið með sáttaleiðinni um fjárlög þar sem einfaldur meirihluti dugar. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. 4. október 2021 20:20 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Bandaríkjaþing verður að hækka lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs á allra næstu dögum ef ekki á illa að fara. Fjármálaráðuneytið áætlar að þakinu verði náð í kringum 18. október en eftir þann tíma gæti Bandaríkjastjórn ekki lengur staðið við allar fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Janet Yellen, fjármálaráðherra, hefur sagt að afleiðingar þess yrðu hörmulegar fyrir efnahag Bandaríkjanna og það gæti leitt til kreppu. Demókratar eru með afar nauman meirihluta á þinginu og þurfa á samvinnu repúblikana að halda til þess að hækka skuldaþakið. Það vilja leiðtogar repúblikana ekki gera og hafa þeir boðað að þeir muni beita málþófi til að koma í veg fyrir að demókratar samþykki frumvarp þess efnis. Repúblikanar vilja heldur að demókratar þurfi einir að hækka þakið með flókinni og tímafrekri smugu fram hjá málþófinu í þingsköpum til þess að þeir geti barið á þeim fyrir að hækka skuldir alríkisins í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar á næstu árum. Joe Biden forseti og leiðtogar demókrata hafa sagt að smugan sem repúblikanar vilja að demókratar noti, svonefnd sáttaleið um fjárlög (e. budget reconciliation), sé alltof flókin og tímafrek nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til stefnu til að hækka skuldaþakið. Þá hafna demókratar því að þeir eigi einir að bera ábyrgð á hækkun skuldaþaksins enda hafi ríkisstjórnir beggja flokka stofnað til núverandi skulda. Hækka þarf þakið vegna núverandi skulda ríkissjóðs, óháð því hvort að demókratar nái að samþykkja tvö frumvörp um helstu stefnumál Biden sem repúblikanar halda fram að séu alltof kostnaðarsöm. Þyrftu enn að hækka þakið einir í desember Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, steig lítið skref í átt að sáttum í dag þegar hann opnaði á þann möguleika að repúblikanar beittu ekki málþófi og leyfðu þingmönnum demókrata að samþykkja tímabundna hækkun skuldaþaksins fram í desember með einföldum meirihluta. Þingmenn demókrata tóku nokkuð vel í það boð, að sögn AP-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðslu um næstu skref í málinu var frestað í þinginu til þess að þeir gætu rætt framhaldið. Þrátt fyrir þessa tilslökun stendur McConnell enn fastur á því að demókratar þurfi að standa einir að hækkun skuldaþaksins til lengri tíma í desember. Boð hans nú gefi þeim lengri tíma til að fá sáttaleiðina svonefndu. Boð McConnell kom eftir að Biden forseti sagðist opinn fyrir því að breyta reglum öldungadeildar þingsins um málþóf til þess að gera einföldum meirihluta þingmanna kleift að hækka skuldaþakið. Samkvæmt núverandi þingsköpum geta þingmenn stöðvað umræðu um mál með því einu að segjast ætla að beita málþófi. Þá þarf sextíu þingmenn til þess að koma máli í gegn. Demókratar og repúblikanar eru með fimmtíu sæti hvor í öldungadeildinni en Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði til að höggva á hnútinn ef atkvæði falla jöfn. Biden og íhaldssamari þingmenn demókrata hafa verið mótfallnir því að breyta reglum um málþófið jafnvel þó að hendur þeirra séu nær algerlega bundnar í þinginu. Repúblikanar leyfa málum þeirra ekki að fara í gegn án málþófs. Því reyna demókratar nú að koma tveimur risavöxnum útgjaldafrumvörpum vegna helstu stefnumála Biden í gegnum þingið með sáttaleiðinni um fjárlög þar sem einfaldur meirihluti dugar.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. 4. október 2021 20:20 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. 4. október 2021 20:20
Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44