„Erum ekki komnar á þennan stað til að leika okkur gegn þessum liðum heldur sækja stig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 22:20 Ásta Eir Árnadóttir á ferðinni í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm Frammistaða Breiðabliks gegn Paris Saint-Germain kom fyrirliðanum Ástu Eiri Árnadóttur ekki á óvart. Blikar spiluðu stórvel en urðu að játa sig sigraðar, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Við vorum með upplegg sem við ætluðum að fylgja eftir og mér fannst það ganga mjög vel. Við vorum þéttar fyrir, skipulagðar, töluðum vel saman og gáfum ekki það mörg færi á okkur, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Á móti fengum við líka færi til að skora. Þetta datt ekki með okkur í dag en heilt yfir erum við ánægðar með frammistöðuna og ég er stolt af liðinu,“ sagði Ásta á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims Hún sagði að Blikar gætu gengið hnarreistar frá leiknum og sýnt hversu góðar þær eru. „Algjörlega. Ég er ánægð með frammistöðuna og hvernig við mættum til leiks. Við vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims eða eitthvað svoleiðis. Við ætluðum að mæta af fullum krafti og gefa þeim hörkuleik sem við og gerðum,“ sagði Ásta. „Maður var smá svekktur að ná ekki skora og jafna. Það hefði gefið okkur helling. En ég er stolt af frammistöðunni og nú vitum við hvað við getum gert í þessari keppni.“ Erum allar sigurvegarar í okkur Fyrirliðinn ítrekaði að frammistaða liðsins hafi ekki komið sér á óvart. „Við erum allar sigurvegarar í okkur og viljum vinna leiki, sama á móti hverjum það er. Það kemur mér ekkert á óvart að við séum smá svekktar að ná ekki að skora því við fengum alveg tækifæri. Ég sagði líka fyrir leikinn að við værum ekki komnar á þennan stað bara til að taka þátt og leika okkur gegn þessum liðum, við ætluðum að sækja stig,“ sagði Ásta. „Mér fannst þetta fín byrjun þótt við höfum ekki fengið stig. En frammistaðan var góð og ég held að við getum flotta hluti í þessari keppni.“ Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir „Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10 Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Við vorum með upplegg sem við ætluðum að fylgja eftir og mér fannst það ganga mjög vel. Við vorum þéttar fyrir, skipulagðar, töluðum vel saman og gáfum ekki það mörg færi á okkur, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Á móti fengum við líka færi til að skora. Þetta datt ekki með okkur í dag en heilt yfir erum við ánægðar með frammistöðuna og ég er stolt af liðinu,“ sagði Ásta á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims Hún sagði að Blikar gætu gengið hnarreistar frá leiknum og sýnt hversu góðar þær eru. „Algjörlega. Ég er ánægð með frammistöðuna og hvernig við mættum til leiks. Við vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims eða eitthvað svoleiðis. Við ætluðum að mæta af fullum krafti og gefa þeim hörkuleik sem við og gerðum,“ sagði Ásta. „Maður var smá svekktur að ná ekki skora og jafna. Það hefði gefið okkur helling. En ég er stolt af frammistöðunni og nú vitum við hvað við getum gert í þessari keppni.“ Erum allar sigurvegarar í okkur Fyrirliðinn ítrekaði að frammistaða liðsins hafi ekki komið sér á óvart. „Við erum allar sigurvegarar í okkur og viljum vinna leiki, sama á móti hverjum það er. Það kemur mér ekkert á óvart að við séum smá svekktar að ná ekki að skora því við fengum alveg tækifæri. Ég sagði líka fyrir leikinn að við værum ekki komnar á þennan stað bara til að taka þátt og leika okkur gegn þessum liðum, við ætluðum að sækja stig,“ sagði Ásta. „Mér fannst þetta fín byrjun þótt við höfum ekki fengið stig. En frammistaðan var góð og ég held að við getum flotta hluti í þessari keppni.“
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir „Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10 Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30