Innlent

Blómasalar ákærðir fyrir tollsvik

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Blómasalarnir virðast hafa verið hrifnir af afskornum rósum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Blómasalarnir virðast hafa verið hrifnir af afskornum rósum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty

Tveir stjórnendur innflutningsfyrirtækis eru ákærðir fyrir að hafa blekkt tollayfirvöld í því skyni að greiða minni toll af innfluttum blómum frá Hollandi. 

Ákærðu er gefið að sök að hafa dregið aðflutningsgjöld upp á tæpar sex milljónir undan tollálagningu vegna fjögurra sendinga.

Blómainnflytjendurnir eru sagðir hafa gefið tollayfirvöldum rangar upplýsingar um magn og tegundir blóma. Til þess nutu þeir aðstoðar hollensks seljanda til að gefa út reikninga sem voru ekki í samræmi við raunverulegt innihald sendinganna.

Í öllum tilvikum hafi verið reynt að fela að um afskornar rósir væri að ræða. Þá voru rósirnar ýmist dulbúnar sem silfurtré eða eitthvað allt annað.

Samkvæmt íslenskum tollalögum skal sá sem veitir rangar upplýsingar vegna innflutnings sæta sektum. Hafi brot verið ítrekað getur það hins vegar varðað allt að sex ára fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×