Innlent

Olli slysi þegar hann ók á öfugum vegar­helmingi á Reykja­nes­braut

Kjartan Kjartansson skrifar
Ökumaður bílsins er grunaður um lyfjaakstur. Hann bíður nú skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Ökumaður bílsins er grunaður um lyfjaakstur. Hann bíður nú skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hann olli árekstri þar sem hann ók á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut nú síðdegis. Ökumaður bílsins sem hann ók á slasaðist lítillega, að sögn lögreglu.

Áreksturinn átti sér stað austan við Fitjar til móts við Slökkviliðsminjasafnið í Reykjanesbæ samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn ók bíl sínum á röngum vegarhelmingi vestur eftir Reykjanesbraut. Ökumaður hins bílsins reyndi að sveigja frá en bílarnir rákust saman.

Lögreglan segir að karlmaðurinn sé grunaður um lyfjaakstur. Hann var handtekinn og hans bíður nú skýrslutaka.

Víkurfréttir sögðu fyrst frá árekstrinum og háttalagi karlmannsins. Miðillinn birti meðal annars myndband vegfaranda af bílnum þegar honum var ekið á röngum vegarhelmingi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.