Reikna með töluverðum áhrifum á ferðaþjónustuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 12:00 Bjarnheiður Hallsdóttir fagnar því að Ísland sé loks komið af rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar því að Ísland sé ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og reiknar með því að breytingarnar muni hafa töluverð áhrif í för með sér. Um sé að ræða stærsta og einn mikilvægasta hóp ferðamanna hér á landi. „Þetta hafa verið um fimmtíu prósent af þeim ferðamönnum sem koma til landsins núna á þessu ári. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur hópur og því er þetta mjög jákvætt að þetta skuli hafa gerst núna,“ segir Bjarnheiður. Ísland var sett í fjórða og efsta áhættuflokk stofnunarinnar í ágúst, sem þýddi að Bandaríkjamönnum var ráðlagt frá því að ferðast til landsins. Ísland er nú í þriðja flokki, sem er appelsínugulur, sem þýðir að Bandaríkjamenn eru beðnir um að hugsa sig um áður en þeir ferðast hingað og ekki gera það nema þeir séu fullbólusettir, því hætta sé á að þeir smitist af kórónuveirunni.„Þeir sem best þekkja til reikna með að þetta hafi kostað okkur 20 til 30 prósent af nýjum bókunum. Og þetta hafði sömuleiðis slæm áhrif a hópferðir þannig að það dró verulega úr komum hópa á ákveðnum tíma út af þessu. En vissulega voru margir sem létu þetta sem vind um eyru þjóta og komu samt.“ Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að Ísland sé enn í áhættuflokki, þá sé þarna verið að ryðja annarri hindrun úr vegi, sem sé mjög jákvætt. „Við reiknum með að þetta hafi töluverð áhrif þannig að það verði töluvert meiri eftirspurn frá Bandaríkjunum en við vorum að horfa fram á þannig að við gerum okkur vonir um að Bandaríkjamenn verði enn þá öflugri núna á næstu mánuðum. Og veitir ekki af, því að við erum ekki búin að ná fullum styrk enn þá og töluvert í það virðist vera.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
„Þetta hafa verið um fimmtíu prósent af þeim ferðamönnum sem koma til landsins núna á þessu ári. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur hópur og því er þetta mjög jákvætt að þetta skuli hafa gerst núna,“ segir Bjarnheiður. Ísland var sett í fjórða og efsta áhættuflokk stofnunarinnar í ágúst, sem þýddi að Bandaríkjamönnum var ráðlagt frá því að ferðast til landsins. Ísland er nú í þriðja flokki, sem er appelsínugulur, sem þýðir að Bandaríkjamenn eru beðnir um að hugsa sig um áður en þeir ferðast hingað og ekki gera það nema þeir séu fullbólusettir, því hætta sé á að þeir smitist af kórónuveirunni.„Þeir sem best þekkja til reikna með að þetta hafi kostað okkur 20 til 30 prósent af nýjum bókunum. Og þetta hafði sömuleiðis slæm áhrif a hópferðir þannig að það dró verulega úr komum hópa á ákveðnum tíma út af þessu. En vissulega voru margir sem létu þetta sem vind um eyru þjóta og komu samt.“ Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að Ísland sé enn í áhættuflokki, þá sé þarna verið að ryðja annarri hindrun úr vegi, sem sé mjög jákvætt. „Við reiknum með að þetta hafi töluverð áhrif þannig að það verði töluvert meiri eftirspurn frá Bandaríkjunum en við vorum að horfa fram á þannig að við gerum okkur vonir um að Bandaríkjamenn verði enn þá öflugri núna á næstu mánuðum. Og veitir ekki af, því að við erum ekki búin að ná fullum styrk enn þá og töluvert í það virðist vera.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira