Lífið

Ó­sátt við frétt­a­flutn­ing um þukl Thick­e

Samúel Karl Ólason skrifar
Emily Ratajkowski.
Emily Ratajkowski. Getty/Emma McIntyre

Emily Ratajkowski er ósátt við umfjöllun um bók hennar þar sem hún segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Hún segir frásögnina hafa verið „lekið“ úr bókinni og að umfjöllunin hafi reynst henni erfið.

Í samtali við Extra sakar Ratajkowski fjölmiðla um smelludólgslæti og segir að betra hefði verið að öll sagan hefði fylgt með. Ummælin um Thicke væru hluti af stærri kafla bókarinnar My Body, sem verður gefin út í næsta mánuði.

Ratajkowski var ein þriggja fyrirsæta sem birtist léttklædd í myndbandinu við lag Thicke, Pharrell Williams og rapparans T.I.. Lagið naut mikilla vinsælda og myndbandið sömuleiðis. Í bókinni segir hún að Thicke hafi komið aftan að henni og gripið um bæði brjóst hennar.

Leikstjóri myndbandsins staðfesti frásögn hennar.

Sjá einnig: Segir Thicke hafa káfað á sér við tökur myndbands Blurred Lines

People spurði Ratajkowski af hverju hún hefði ekki sagt frá þuklinu áður.

„Ég var óþekkt fyrirsæta og ef ég hefði sagt frá þessu eða kvartað, væri ég ekki þar sem ég er í dag. Ég væri ekki fræg,“ sagði hún við People.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×