Erlent

Göbbels reyndist enn heiðurs­borgari

Þorgils Jónsson skrifar
Joseph Göbbels, einn af nánustu samverkamönnum Adolf Hitlers, reyndist enn vera heiðursborgari í Potsdam. Þetta uppgötvaðist óvænt við yfirferð á gömlum skjölum, en búist er við því að borgaryfirvöld ógildi nafnbótina innan skamms.
Joseph Göbbels, einn af nánustu samverkamönnum Adolf Hitlers, reyndist enn vera heiðursborgari í Potsdam. Þetta uppgötvaðist óvænt við yfirferð á gömlum skjölum, en búist er við því að borgaryfirvöld ógildi nafnbótina innan skamms.

Starfsfólk ráðhússins í Potsdam í Þýskalandi ráku upp stór augu á dögunum þegar verið var að fara yfir lista yfir heiðursborgara. Þar ráku þau augu í nafn Joseph Göbbels, eins af nánustu samstarfsmönnum Adolfs Hitler.

Í frétt á vef Jótlandspóstsins segir að komið hafi upp úr dúrnum að Göbbels hafði verið sæmdur þessum heiðri árið 1938, en af einhverjum ókunnum ástæðum hafði nafnbótin ekki verið dregin til baka eins og var gert með Hitler sjálfan og fleiri framámenn Nasista eftir að Seinni heimsstyrjöldinni lauk.

Fastlega er búist við því að Göbbels verði settur út af listanum á næstunni.

Göbbels var áróðursmeistari Þriðja ríkisins frá 1933 fram til dauðadags, en hann svipti sig lífi í sprengjubyrgi í Berlín daginn eftir að Hitler hafði gert slíkt hið sama. Eiginkona Göbbels fylgdi manni sínum, en skömmu áður höfðu þau eitrað fyrir sínum eigin börnum, sex að tölu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×