Innlent

Fernt á slysa­deild Land­spítala eftir veltu á Suður­strandar­vegi

Þorgils Jónsson skrifar
Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í dag eftir bílveltu á Suðurstrandarvegi. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi en ekki leit út fyrir að alvarleg slys hefðu orðið á fólki.
Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í dag eftir bílveltu á Suðurstrandarvegi. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi en ekki leit út fyrir að alvarleg slys hefðu orðið á fólki.

Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir bílveltu á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík síðdegis í dag. 

Að sögn Eyþórs Rúnars Þórarinssonar, varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, var talsverður viðbúnaður en aðkoman þó skárri en útkallið gaf til kynna.

„Þetta hljómaði ekki vel við fyrstu tilkynningu. Það voru sendir frá okkur, Slökkviliðinu í Grindavík og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fimm sjúkrabílar og tækjabíll á vettvang. Við þurftum þó ekki á klippum að halda til að komast að þeim.“

Farþegar í bílnum virtust hafa sloppið vel, að sögn Eyþórs og ekki vera alvarlega slösuð við fyrstu sýn, en þau hafi verið flutt á slysadeild til frekari skoðunar.

Spurður út í aðstæður á slysstað sagði Eyþór að rannsókn á aðdraganda slyssins stæði enn yfir, en aðstæður hafi ekki verið mjög slæmar að þeirra mati.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×