Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. október 2021 17:43 Stúlkan var á rafhlaupahjóli á leið af íþróttaæfingu á aðra æfingu þegar ekið var á hana við Grandatorg í Vesturbænum. Vísir/vilhelm Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu. Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu.
Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira