Innlent

Dönskukennari og poppari blandar sér í baráttuna um formann kennara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Eyvindarson er dönskukennari í blómabænum Hveragerði.
Heimir Eyvindarson er dönskukennari í blómabænum Hveragerði.

Heimir Eyvindarson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, hefur boðið fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands. Heimir tilkynnti þetta bréfleiðis til framboðsnefndar KÍ í gærkvöld að því er fram kemur á vef sambandsins.

Formannskjör fer fram í byrjun nóvember en formannsskipti fara fram á þingi KÍ í apríl á næsta ári. Framboðsfrestur rennur út þann 4. október.

Heimir starfar sem kennari við Grunnskólann í Hveragerði en er þekktur í poppbransanum. Hann er nefnilega hljómborðsleikari og meðlimur í hljómsveitinni Á móti sól. Hann hefur meðal annars samið bæði lag og texta slagaranna Árin, Sæt og Djöfull er ég flottur.

Tveir hafa tilkynnt um framboð til formanns til viðbótar við Heimi. Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambandsins, og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur.

Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, tilkynnti á dögunum að hann hygðist láta af störfum sem formaður.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.