Hélt að hún væri að deyja þegar hún missti allt hárið Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 23:55 Vilborg Friðriksdóttir sagði sögu sína í Íslandi í dag. Stöð 2 Allt í einu byrjaði hún að fá skallablett og svo fór allt hárið á örskömmum tíma. „Ég hélt ég væri að deyja úr einhverjum hræðilegum sjúkdómi. Sem betur fer var það ekki svo en það breytti því þó ekki að mér leið hræðilega með að missa fallega hárið mitt,“ segir Vilborg Friðriksdóttir sem segir sögu sína í Íslandi í dag. Vilborg Friðriksdóttir er í dag hamingjusöm móðir og í sambúð en hún segir það hafa verið erfitt að komast á þann góða stað sem hún er á í dag. Hún hafi verið lögð í alvarlegt einelti í Vestmannaeyjum þar sem hún bjó fram á menntaskólaár. Þá hafi hún ákveðið að flytja til Reykjavíkur þar sem hún kláraði stúdentspróf og próf í táknmálsfræði án þess þó að hún hafi nokkra tengingu við heyrnarlausa. Nú vinnur hún sem táknmálstúlkur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Vilborg segir það hafa markað líf sitt að hafa verið lögð í einelti enda hafi verið erfitt að heyra alla skólagönguna að hún væri ógeðsleg og vitlaus. „Þetta er það sem ég þarf að vinna í,“ segir hún. Þrátt fyrir að hafa unnið sig vel og mikið frá því segir Vilborg að eineltið hafi lengið setið í henni. Fór að missa hárið eftir barnsburð Vilborg kynntist góðum manni og saman eignuðust þau dóttur. Fljótlega eftir fæðingu dótturinnar tók Vilborg eftir því að hún væri að missa hárið. „Þegar hún hefur verið í kringum níu mánaða þá átta ég mig á því að hárlosið sem ég var með var ekki bara venjulegt hárlos af því ég var að eignast barn heldur fór ég að finna skallabletti,“ segir hún. Vilborg segist vel muna eftir því þegar hún hugsaði fyrst að þetta væri eitthvað einkennilegt. Hún hafi fundið áberandi skallablett og beðið manninn sinn að kíkja á hann. Hann hafi staðfest að um skallablett væri að ræða. Vilborg stendur ekki svörunum þegar hún er spurð hvernig henni hafi orðið við. „Ég hélt að ég væri að deyja, ég var bara alveg viss um að ég væri haldin ólæknandi sjúkdómi, eða krabbameini,“ segir hún. „Loksins þegar ég væri búin að finna mig í lífinu og komin með þessa fallegu fjölskyldu, þá væri ég bara að fara.“ Daginn eftir fékk Vilborg tíma hjá lækni sem tjáði henni að hún væri ekki að deyja og vísaði henni á húðsjúkdómalækni sem útskýrði stöðuna fyrir henni. Vilborg segir það hafa verið erfitt að missa hárið þar sem það hefði alltaf verið það eina við hana sem henni hefði þótt vænt um. „Fallega brúna, þykka, heilbrigða hárið mitt sem ég þurfti ekkert að hafa mikið fyrir,“ segir hún. Ástæðan reyndist blettaskalli „Þetta kallast á íslensku blettaskalli en almenna orðið sem er notað yfir þetta er alopecia areata og það lýsir sér þannig að hárið bara helst ekki. Þetta er í rauninni sjálfsofnæmissjúkdómur, talinn vera það, þá ráðast hvítu blóðkornin á hársekkina sem veldur því að þeir halda hárunum ekki og þau bara fara,“ segir Vilborg. Hún segir engan vita hvað veldur sjúkdóminum. „Ég er búin að googla af mér allt vit en ég bara veit það ekki. Orsökin eru óljós, þau bara vita ekki hvað þetta er.“ Sjálfstraustið hrundi Vilborg fór að taka eftir hármissi í október en í febrúar hafi ástandið verið orðið þannig að hún gæti engan veginn falið blettaskallann. Þá hafi henni liðið hörmulega. „Þetta sjálfstraust sem ég var búin að vinna svo ógeðslega mikið í að fá og finna innan með mér, það bara hrundi,“ segir hún. Þá segist hún hafa verið hrædd um að maðurinn hennar myndi ekki þola hárleysið og fara frá henni. „Það er bara óöryggið sem hefur fylgt mér.“ Auðvitað gerði hann það ekki heldur ákvað hann að raka af sér hárið henni til stuðnings. Hún segist afar þakklát fyrir það og kunni jafnvel enn betur að meta hann en áður. Vilborg segir að hún hafi verið smeyk við að fara nokkuð í byrjun þegar hárið var að fara, meira segja til vinnu. Hún hafi notað hatta hvert sem hún fór til að fólk myndi síður taka eftir hárleysinu. Hún segist þó hafa tekið af skarið og sagt vinnufélögum sínum frá sjúkdómnum. Hún hafi fengið góðan stuðning vinnufélaga og eftir það hafi henni liðið töluvert betur. Léttirinn var svo mikill að eftir vinnu fór hún heim og rakaði af sér allt hárið. Viðtalið við Vilborgu í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Reykjavík Ísland í dag Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Vilborg Friðriksdóttir er í dag hamingjusöm móðir og í sambúð en hún segir það hafa verið erfitt að komast á þann góða stað sem hún er á í dag. Hún hafi verið lögð í alvarlegt einelti í Vestmannaeyjum þar sem hún bjó fram á menntaskólaár. Þá hafi hún ákveðið að flytja til Reykjavíkur þar sem hún kláraði stúdentspróf og próf í táknmálsfræði án þess þó að hún hafi nokkra tengingu við heyrnarlausa. Nú vinnur hún sem táknmálstúlkur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Vilborg segir það hafa markað líf sitt að hafa verið lögð í einelti enda hafi verið erfitt að heyra alla skólagönguna að hún væri ógeðsleg og vitlaus. „Þetta er það sem ég þarf að vinna í,“ segir hún. Þrátt fyrir að hafa unnið sig vel og mikið frá því segir Vilborg að eineltið hafi lengið setið í henni. Fór að missa hárið eftir barnsburð Vilborg kynntist góðum manni og saman eignuðust þau dóttur. Fljótlega eftir fæðingu dótturinnar tók Vilborg eftir því að hún væri að missa hárið. „Þegar hún hefur verið í kringum níu mánaða þá átta ég mig á því að hárlosið sem ég var með var ekki bara venjulegt hárlos af því ég var að eignast barn heldur fór ég að finna skallabletti,“ segir hún. Vilborg segist vel muna eftir því þegar hún hugsaði fyrst að þetta væri eitthvað einkennilegt. Hún hafi fundið áberandi skallablett og beðið manninn sinn að kíkja á hann. Hann hafi staðfest að um skallablett væri að ræða. Vilborg stendur ekki svörunum þegar hún er spurð hvernig henni hafi orðið við. „Ég hélt að ég væri að deyja, ég var bara alveg viss um að ég væri haldin ólæknandi sjúkdómi, eða krabbameini,“ segir hún. „Loksins þegar ég væri búin að finna mig í lífinu og komin með þessa fallegu fjölskyldu, þá væri ég bara að fara.“ Daginn eftir fékk Vilborg tíma hjá lækni sem tjáði henni að hún væri ekki að deyja og vísaði henni á húðsjúkdómalækni sem útskýrði stöðuna fyrir henni. Vilborg segir það hafa verið erfitt að missa hárið þar sem það hefði alltaf verið það eina við hana sem henni hefði þótt vænt um. „Fallega brúna, þykka, heilbrigða hárið mitt sem ég þurfti ekkert að hafa mikið fyrir,“ segir hún. Ástæðan reyndist blettaskalli „Þetta kallast á íslensku blettaskalli en almenna orðið sem er notað yfir þetta er alopecia areata og það lýsir sér þannig að hárið bara helst ekki. Þetta er í rauninni sjálfsofnæmissjúkdómur, talinn vera það, þá ráðast hvítu blóðkornin á hársekkina sem veldur því að þeir halda hárunum ekki og þau bara fara,“ segir Vilborg. Hún segir engan vita hvað veldur sjúkdóminum. „Ég er búin að googla af mér allt vit en ég bara veit það ekki. Orsökin eru óljós, þau bara vita ekki hvað þetta er.“ Sjálfstraustið hrundi Vilborg fór að taka eftir hármissi í október en í febrúar hafi ástandið verið orðið þannig að hún gæti engan veginn falið blettaskallann. Þá hafi henni liðið hörmulega. „Þetta sjálfstraust sem ég var búin að vinna svo ógeðslega mikið í að fá og finna innan með mér, það bara hrundi,“ segir hún. Þá segist hún hafa verið hrædd um að maðurinn hennar myndi ekki þola hárleysið og fara frá henni. „Það er bara óöryggið sem hefur fylgt mér.“ Auðvitað gerði hann það ekki heldur ákvað hann að raka af sér hárið henni til stuðnings. Hún segist afar þakklát fyrir það og kunni jafnvel enn betur að meta hann en áður. Vilborg segir að hún hafi verið smeyk við að fara nokkuð í byrjun þegar hárið var að fara, meira segja til vinnu. Hún hafi notað hatta hvert sem hún fór til að fólk myndi síður taka eftir hárleysinu. Hún segist þó hafa tekið af skarið og sagt vinnufélögum sínum frá sjúkdómnum. Hún hafi fengið góðan stuðning vinnufélaga og eftir það hafi henni liðið töluvert betur. Léttirinn var svo mikill að eftir vinnu fór hún heim og rakaði af sér allt hárið. Viðtalið við Vilborgu í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Reykjavík Ísland í dag Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira