Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 21:39 Jóhann K. Jóhannsson er slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Myndin er tekin í sumar. Slökkvilið fjallabyggðar Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum. Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“ Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46