Píratar tilbúnir að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar falli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 12:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Píratar eru reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins falli, án þess að taka sæti í ríkisstjórninni. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“ Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“
Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35