Píratar tilbúnir að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar falli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 12:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Píratar eru reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins falli, án þess að taka sæti í ríkisstjórninni. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“ Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“
Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35