Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 28. september 2021 11:35 Katrín Jakobsdóttir segist tilbúin til að vera forsætisráðherra áfram. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun og munu funda aftur eftir hádegi. Formaður Vinstri grænna segir ganginn í viðræðunum góðar. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson formenn stjórnarflokkanna ræða þessa dagana um grundvöll til áframhaldandi samstarf og funduðu í um 90 mínútur í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín segir þau hafa haldið áfram að ræða stóru línurnar en eftir fjögurra ára samstarf vissu þau hvaða viðfangsefni væru framundan. „Við erum náttúrulega búin að starfa saman í fjögur ár þannig að við vitum ágætlega hvaða viðfangsefni eru fram undan,“ sagði Katrín eftir fundinn. Hún sagði þau ekki hafa rætt við forsvarsmenn annarra flokka eftir kosningarnar. Varðandi það hvort þau hefðu rætt um hvort hún yrði áfram forsætisráðherra, sagði Katrín að þau hefðu ákveðið að byrja að ræða málefnin. „Það er grunnurinn sem allt hitt byggir á. Síðan er hægt að fara að ræða útfærslu, verkaskiptingu og annað. Við ákváðum í gær að gefa okkur þessa viku til þess,“ sagði Katrín. Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð var ljóst að Vinstri græn færðu kannski mestu pólitísku fórnina með samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega en þeir hafa hins vegar unnið með Framsóknarflokki í mörgum ríkisstjórnum. Það var því lögð höfuðáhersla á það við upphaf stjórnarsamstarfsins að Katrín yrði forsætisráðherra. Sigurður Ingi ræddi við fréttamenn eftir fund leiðtoganna í Stjórnarráðinu í gær.Vísir/Vilhelm Katrín sagðist aðspurð til í að sitja áfram í embætti forsætisráðherra. „Já, já ég er alveg til í það.“ Formennirnir þrír munu funda aftur seinna í dag og halda viðræðum þeirra áfram. „Ef ríkisstjórn á að geta verið starfhæf út kjörtímabilið, þá skiptir öllu máli að það sé vandað vel til verka í upphafi,“ sagði Katrín. Hún sagði það fela í sér að greina viðfangsefnin sem séu framundan í samfélaginu, hver áherslumál flokkanna séu og hver ágreiningsefnin séu. Þetta þurfi að liggja fyrir áður en farið væri í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. En þegar þetta lægi fyrir væri hægt að snúa sér að útfærslum og ritun stjórnarsáttmála og verkaskiptingu. Þau væru einfaldlega ekki kominn þangað. Þegar kæmi að stjórnarsáttmála væru ókláruð mál eins og hálendisþjóðgarður sem ekki tókst að afgreiða fyrir kosningar uppi á borðum. „Þetta þarf allt að taka fyrir og ræða í upphafi. Þannig að við vöndum til verka.“ Katrín sagði að þegar því væri lokið hægt að ræða útfærslu, ritun stjórnarsáttmála og skiptingu ráðuneyta. „Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. 28. september 2021 10:51 „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. 27. september 2021 16:12 Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. 27. september 2021 15:57 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun og munu funda aftur eftir hádegi. Formaður Vinstri grænna segir ganginn í viðræðunum góðar. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson formenn stjórnarflokkanna ræða þessa dagana um grundvöll til áframhaldandi samstarf og funduðu í um 90 mínútur í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín segir þau hafa haldið áfram að ræða stóru línurnar en eftir fjögurra ára samstarf vissu þau hvaða viðfangsefni væru framundan. „Við erum náttúrulega búin að starfa saman í fjögur ár þannig að við vitum ágætlega hvaða viðfangsefni eru fram undan,“ sagði Katrín eftir fundinn. Hún sagði þau ekki hafa rætt við forsvarsmenn annarra flokka eftir kosningarnar. Varðandi það hvort þau hefðu rætt um hvort hún yrði áfram forsætisráðherra, sagði Katrín að þau hefðu ákveðið að byrja að ræða málefnin. „Það er grunnurinn sem allt hitt byggir á. Síðan er hægt að fara að ræða útfærslu, verkaskiptingu og annað. Við ákváðum í gær að gefa okkur þessa viku til þess,“ sagði Katrín. Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð var ljóst að Vinstri græn færðu kannski mestu pólitísku fórnina með samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega en þeir hafa hins vegar unnið með Framsóknarflokki í mörgum ríkisstjórnum. Það var því lögð höfuðáhersla á það við upphaf stjórnarsamstarfsins að Katrín yrði forsætisráðherra. Sigurður Ingi ræddi við fréttamenn eftir fund leiðtoganna í Stjórnarráðinu í gær.Vísir/Vilhelm Katrín sagðist aðspurð til í að sitja áfram í embætti forsætisráðherra. „Já, já ég er alveg til í það.“ Formennirnir þrír munu funda aftur seinna í dag og halda viðræðum þeirra áfram. „Ef ríkisstjórn á að geta verið starfhæf út kjörtímabilið, þá skiptir öllu máli að það sé vandað vel til verka í upphafi,“ sagði Katrín. Hún sagði það fela í sér að greina viðfangsefnin sem séu framundan í samfélaginu, hver áherslumál flokkanna séu og hver ágreiningsefnin séu. Þetta þurfi að liggja fyrir áður en farið væri í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. En þegar þetta lægi fyrir væri hægt að snúa sér að útfærslum og ritun stjórnarsáttmála og verkaskiptingu. Þau væru einfaldlega ekki kominn þangað. Þegar kæmi að stjórnarsáttmála væru ókláruð mál eins og hálendisþjóðgarður sem ekki tókst að afgreiða fyrir kosningar uppi á borðum. „Þetta þarf allt að taka fyrir og ræða í upphafi. Þannig að við vöndum til verka.“ Katrín sagði að þegar því væri lokið hægt að ræða útfærslu, ritun stjórnarsáttmála og skiptingu ráðuneyta. „Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Katrín.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. 28. september 2021 10:51 „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. 27. september 2021 16:12 Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. 27. september 2021 15:57 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. 28. september 2021 10:51
„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14
Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. 27. september 2021 16:12
Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. 27. september 2021 15:57