124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 10:17 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vllhelm Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi.
Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02
Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32