Fótbolti

Ingibjörg og Amanda í bikarúrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spila saman hjá Vålerenga. Ingibjörg lék allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum.
Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spila saman hjá Vålerenga. Ingibjörg lék allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum. Facebook/@valerengadamerfotball

Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir eru á lið í úrslit norsku bikarkeppninnar með liðið sínu, Vålerenga, eftir öruggan 4-0 sigur gegn Rosenborg í dag.

Agnete Nielsen kom Vålerenga í 1-0 forystu strax á þriðju mínútu áður en Thea Bjelde tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.

Staðan var því 2-0 í hálfleik og það breyttist ekki fyrr en á 82. mínútu þegar að Rikke Madsen kom Vålerenga í 3-0. 

Marie Markussen gulltryggði svo 4-0 sigur Vålerenga fimm mínútum síðar og liðið er því á leið í bikarúrslit þarr sem að annað hvort LSK eða Sandviken bíða þeirra, en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.