Telur að fjöldi muni leita réttar síns sama hvað verður ákveðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2021 12:00 Helga Vala Helgadóttir telur að fjölmargir muni leitar réttar síns sama hver niðurstaða kjörbréfanefndar verður.Magnús Davíð Norðdahl kærir framkvæmd talningarinnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingis í dag. Vísir Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. Landskjörstjórn kemur saman í dag klukkan fjögur í dag til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar. Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram er gefinn kostur á að koma til fundarins, í húsnæði nefndasviðs Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Þá óskar þingforseti eftir tilnefningu frá þingflokksformönnum um fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða sem undirbýr rannsókn og fer yfir ágreiningsmál ef einhver eru varðandi alþingiskosningarnar. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti hefur sagst ætla að klára málið þannig að nefndin geti komið saman á fyrsta fundi á mánudag. Þórunn Sveinbjarnadóttir fyrir Samfylkingu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Samfylkingin búin að tilnefna Þórunni Sveinbjarnardóttur í kjörbréfanefnd en hún er kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi. Hinir flokkarnir ákveða sína fulltrúa síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir að við valið hafi verið horft til nokkurra þátta. „Við hugsuðum þetta aðeins og ákváðum að það væri hvorki uppbótarþingmaður sem málið varðar sem tæki sæti né heldur þingmenn Reykjavíkurkjördæma. Ástæðan er sú að þar erum við í þeirri stöðu að vera með einstakling sem datt út af þingi og annan sem datt inn.“ segir Helga Vala. Hún segir stöðuna afar flókna. „Ég held að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns sama hvað kjörbréfanefnd ákveður. Við í Samfylkingunni höfum kallað til okkar sérfræðinga vegna stöðunnar í Norðvesturkjördæmi og kannski best að segja sem minnst. Þetta er auðvitað alveg ferlegt mál og mjög alvarlegt. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn kjörbréfanefndar,“ segir Helga. Kærir til Alþingis í dag Magnús Davíð Norðdahl Pírati ætlar síðar í dag að skila inn kæru til Alþingis vegna framkvæmdar kosningarinnar í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Landskjörstjórn kemur saman í dag klukkan fjögur í dag til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar. Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram er gefinn kostur á að koma til fundarins, í húsnæði nefndasviðs Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Þá óskar þingforseti eftir tilnefningu frá þingflokksformönnum um fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða sem undirbýr rannsókn og fer yfir ágreiningsmál ef einhver eru varðandi alþingiskosningarnar. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti hefur sagst ætla að klára málið þannig að nefndin geti komið saman á fyrsta fundi á mánudag. Þórunn Sveinbjarnadóttir fyrir Samfylkingu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Samfylkingin búin að tilnefna Þórunni Sveinbjarnardóttur í kjörbréfanefnd en hún er kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi. Hinir flokkarnir ákveða sína fulltrúa síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir að við valið hafi verið horft til nokkurra þátta. „Við hugsuðum þetta aðeins og ákváðum að það væri hvorki uppbótarþingmaður sem málið varðar sem tæki sæti né heldur þingmenn Reykjavíkurkjördæma. Ástæðan er sú að þar erum við í þeirri stöðu að vera með einstakling sem datt út af þingi og annan sem datt inn.“ segir Helga Vala. Hún segir stöðuna afar flókna. „Ég held að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns sama hvað kjörbréfanefnd ákveður. Við í Samfylkingunni höfum kallað til okkar sérfræðinga vegna stöðunnar í Norðvesturkjördæmi og kannski best að segja sem minnst. Þetta er auðvitað alveg ferlegt mál og mjög alvarlegt. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn kjörbréfanefndar,“ segir Helga. Kærir til Alþingis í dag Magnús Davíð Norðdahl Pírati ætlar síðar í dag að skila inn kæru til Alþingis vegna framkvæmdar kosningarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31
Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31
Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52