Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 19:31 Boltinn er nú í höndum Alþingis. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira